Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2008, fimmtudaginn 23. október, var haldinn 84. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur - Grófarhúsi og hófst hann kl. 14.20. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir formaður, Jakob Hrafnsson, Marta Guðjónsdóttir, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Pétur Gunnarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Umfjöllun um ferðamál - staðan og tækifærin framundan. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Árni Gunnarsson formaður stjórnar SAF komu á fundinn.

- Kl. 15.40 vék Áslaug Friðriksdóttir af fundi og Helga Kristín Auðunsdóttir tók þar sæti.

2. Lögð fram styrkumsókn Þorgeirs Guðmundssonar dags. 22. október 2008 vegna úrvinnslu myndar um Sirkushúsið á Frieze Art Fair í London.
Samþykkt að veita verkefninu kr. 350.000.- styrk. (RMF08090002)

- Kl. 15.45 vék Jakob Hrafnsson af fundi og Áslaug Friðriksdóttir tók þar sæti.

3. Lögð fram styrkumsókn Páls Eyjólfssonar f.h. Bubba Morthens og fl. dags. 22. október 2008 vegna tónleika ,,Framtíðin er okkar#GL í Laugardalshöll.
Samþykkt að vísa umsókninni til meðferðar borgarráðs. (RMF08100014)

4. Lögð fram viðbótargögn við styrkumsókn Einars Erlendssonar dags. 14. október 2008 vegna Focus on Nature verkefnisins - frestað frá 83. fundi 10. október 2008.
Samþykkt að veita Einari Erlendssyni kr. 200.000.- styrk. (RMF08100009)

5. Lögð fram styrkumsókn Margrétar Vilhjálmsdóttur og Hrundar Gunnsteinsdóttur dags. 15. október 2008 vegna uppsetningar á leikritinu Ályktun 1325 í Þjóðmenningarhúsinu. Frestað. (RMF08100013)

6. Lögð fram styrkumsókn kvikmyndahátíðarinnar Hinsegin bíódagar 2009 dags. 18. október 2008.
Samþykkt að vísa styrkumsókn til umfjöllunar fagnefndar um styrki og samstarfssamninga 2009. (RMF08100010)

7. Lögð fram styrkumsókn Iceland Express dags. 21. október 2008 til að auglýsa Reykjavíkurborg fyrir erlendum ferðamönnum í Kaupmannahöfn - vísað til menningar- og ferðamálaráðs frá borgarráði dags. 22. október 2008.
Samþykkt að vísa til Höfuðborgarstofu. (RMF08100012)

8. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 3. október 2008 þar sem óskað er eftir umsögn menningar- og ferðamálaráðs vegna kvikmyndahátíðarinnar Nordisk Panorama 2009. Samþykkt að óska eftir umsögn Höfuðborgarstofu. (RMF08100004)

Fundi slitið kl. 16.26
Áslaug Friðriksdóttir
Marta Guðjónsdóttir Dofri Hermannsson
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir