No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 28. ágúst, var haldinn 80. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:15. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Kristján Guðmundsson, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dofri Hermannsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Ása Sigríður Þórisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tilkynning um kosningu í menningar- og ferðamálaráð og tilnefning áheyrnarfulltrúa. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. ágúst 2008. (RMF08080012).
2. Kosning varaformanns í menningar- og ferðamálaráð. Jakob Hrafnsson kjörinn varaformaður.
3. Fastir fundartímar menningar- og ferðamálaráðs. Samþykkt að fastir fundartímar ráðsins verði 2. og 4. fimmtudagur í mánuði kl. 14:15.
4. Staðsetning Partnership höggmyndar eftir Pétur Bjarnason. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kom á fundinn. Tillaga um staðsetningu á móts við austurenda gömlu kaffibrennslu Ó. Johnson og Kaaber samþykkt. Ágúst Guðmundsson kom á fundinn kl.14:31.
5. Lagt fram 6 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs ásamt greinargerð. (RMF08080013).
Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Þekkt er að þegar að kreppir í hagkerfum hefur gefist vel að auka framlög til lista og menningarlífs enda sækir almenningur og atvinnulífið þangað sköpunarkraft og hugmyndir í daglegt líf og að nýjum framkvæmdum. Sem dæmi mætti nefna að framlög til lista og menningar var stór þáttur í “New Deal” Roosevelts forseta Bandaríkjanna á kreppuárunum upp úr 1930. Minnihlutinn í Menningar- og ferðamálaráði hefur lagt á það ríka áherslu að nú þegar búast má við samdrætti í tekjum borgarinnar verði mögulegur niðurskurður ekki látinn bitna á framlögum til lista og menningarlífs borgarinnar. Þar sem 4. meirihluti þessa kjörtímabils hefur boðað niðurskurð í fjárhagsáætlun borgarinnar óskar minnihlutinn í Menningar- og ferðamálaráði eftir stefnu meirihlutans í ráðinu um þetta efni. Skriflegt svar óskast.
6. Lagðar fram verklagsreglur menningar- og ferðamálaráðs um styrki og samstarfssamninga. Samþykkt að verklagsreglur gildi óbreyttar og að óskað verði eftir tilnefningu frá BÍL í fagnefnd um styrki og samstarfssamninga. (RMF08080009).
7. Lögð fram drög að auglýsingu um samstarfssamninga Menningar- og ferðamálasviðs til allt að þriggja ára sem birtast mun í fjölmiðlum 31. ágúst 2008. (RMF08080010). Samþykkt með áorðnum breytingum.
8. Menningarnótt 23. ágúst 2008. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn og gerði grein fyrir helstu atriðum í framlagðri greinargerð um framkvæmd hátíðarinnar. (RMF08010014).
Menningar- og ferðamálaráð þakkar verkefnisstjórn Menningarnætur og starfsmönnum Höfuðborgarstofu fyrir góða frammistöðu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar sem heppnaðist einstaklega vel í alla staði.
9. Málefni Viðeyjar – heimild til að nýta fjárveitingu í fornminjaskráningar og fræðslu. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar til sviðsstjóra dags. 13. ágúst 2008. (RMF07020013).
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 15:25
Áslaug Friðriksdóttir
Kristján Guðmundsson Dofri Hermannsson
Jakob Hrafnsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Brynjar Fransson Guðrún Ásmundsdóttir