Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2014, mánudaginn 10. mars var haldinn 209. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:42. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir drög að fyrstu fimm köflum í endurskoðun að menningarstefnu. Sólrún Sumarliðadóttir ráðgjafi við endurskoðun menningarstefnu tekur sæti undir þessum lið. (RMF13050006)
2. Lagt fram ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2013 ásamt greinargerð, skorkorti, yfirliti yfir veitta styrki á árinu 2013 og innkaupayfirliti október – desember ásamt yfirliti yfir listaverkainnkaup Listasafns Reykjavíkur 2013 og embættisafgreiðslum borgarminjavarðar október - desember 2013.
Menningar- og ferðamálaráð óskar bókað:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðu ársuppgjörs 2013. Þakkir eru færðar stjórnendum og starfsmönnum sviðsins fyrir að sýna einstaka færni og eljusemi við rekstur sviðsins.
3. Rætt um nafn á nýju borgarsafni sem samanstendur af Víkinni-Sjóminjasafni, Minjasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni og Viðey og gert er ráð fyrir að taki til starfa 1. júní nk. Samþykkt að kalla eftir hugmyndum frá almenningi.
4. Lagt fram bréf forstjóra Hörpu til formanns menningar- og ferðamálaráðs dags. 5. desember 2013 vegna óskar ekkju Erlings Blöndal Bengtssonar um að að styttan Tónlistarmaðurinn eftir Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara verði færð frá Háskólabíói að Hörpu og umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2014 um tillögu að flutningi á styttunni. (RMF13110012) Menningar- og ferðamálaráð samþykkir flutning á styttunni og felur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að vinna að nánari staðsetningu í samstarfi við arkitekta Hörpu og listamanninn. Menningar- og ferðamálaráð vísar málinu jafnframt til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
5. Lögð fram skýrsla um framkvæmd Vetrarhátíðar 2014. (RMF13090009)
Menningar- og ferðamálaráð óskar bókað:
Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju með framkvæmd hátíðarinnar og þakkar öllum aðstandendum hennar fyrir sitt framlag.
6. Lögð er til svohljóðandi breyting á skipan stjórnar Barnamenningarhátíðar 2014: Signý Pálsdóttir verði formaður í stað Arnfríðar Sólrúnar Valdimarsdóttur og nýr í stjórn komi Ketill Berg Magnússon. Aðrir í stjórn verði áfram: Einar Bárðarson, Atli Steinn Árnason, Kristín Hildur Ólafsdóttir, Sigfríður Björnsdóttir og Agnar Jón Egilsson. Samþykkt. (RMF13090014)
Fundi slitið kl. 15:21
Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Eva Baldursdóttir
Ósk Vilhjálmsdóttir Áslaug Friðriksdóttir
Þór Steinarsson