No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 13. maí, var haldinn 75. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti – Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 11:05. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Jakob Frímann Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Forsendur fjárhagsáætlunar 2009. Lögð fram drög að áherslum menningar- og ferðamálaráðs vegna fjárhagsáætlunar 2009 – 2011 – breytingar frá fyrri áætlun. (RMF08040017)
2. Lagt fram erindi Rekstarfélags Korpúlfsstaða dags. 8. maí 2008 þar sem óskað er eftir niðurfellingu leigu að Korpúlfsstöðum.
- Kl. 11:53 vék Jakob Frímann Magnússon af fundi.
Samþykkt að vísa til meðferðar í áætlanagerð 2009. (RMF05100003)
3. Tillaga Reykjavíkurráðs ungmenna um að reisa styttu af Vigdísi Finnbogadóttur. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 6. maí 2008 um tillögu lagða fram á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa um að reist verði stytta af Vigdísi Finnbogadóttur í Reykjavík. Ákveðið að óska eftir kynningu í menningar- og ferðamálaráði á hugmyndinni frá fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna. (RMF008050006)
4. Guðrún Ásmundsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúar minnihlutans gera að tillögu sinni að Reykjavíkurborg standi fyrir því að Fríkirkjuvegur 11 verði gerð að Ævintýrahöll barnanna í sumar. Sviðsstjóra verði falið að kanna forsendur þessa og leita eftir mögulegu sams tarfi við nýja eigendur hússins.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt að vísa tillögunni til Höfuðborgarstofu til úrvinnslu.
(RMF08050006)
Fundi slitið kl. 12:00
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Marta Guðjónsdótti Guðrún Erla Geirsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Guðrún Ásmundsdóttir