Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, þriðjudaginn 29. apríl, var haldinn 72. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 15:10. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Jakob Frímann Magnússon, Helga Kristín Auðunsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Anna Pála Sverrisdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Óskar Bergsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tímaplan vegna áætlunar 2009 og þriggja ára áætlunar 2010 – 2012. Lagt fram erindi skrifstofustjóra fjármála dags. 25. apríl um tímasetningar vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2009 og þriggja ára áætlunar auk ferils fjárhagsáætlunar 2009. (RMF08040017)
2. Erindi Eysteins Yngvasonar vegna farþegaflutninga til Engeyjar. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 11. apríl þar sem erindi Eysteins Yngvasonar um farþegaflutninga til Engeyjar er vísað til menningar- og ferðamálaráðs. Samþykkt að fela sviðsstjóra og skrifstofustjóra fjármála og rekstrar að vinna að málinu. (RMF08040008)
3. Borgarlistamaður 2008. Trúnaðarmál þar til tilkynnt verður um borgarlistamann í Höfða 17. júní 2008.
4. Fulltrúar minnihluta í menningar- og ferðamálaráði leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi þess að fornminjar eru hluti eignarinnar Fríkirkjuvegar 11 spyr minnihluti menningar- og ferðamálaráðs hvort ekki hefði verið æskilegt fyrir umræðuna um sölu hússins að umsagnar ráðsins hefði verið leitað áður en heimild var gefin fyrir henni.
5. Umræðupunktar BÍL vegna samráðsfundar með borgarstjóra. Lagðir fram og ræddir.
Fundi slitið kl. 16:00
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Jakob Frímann Magnússon Anna Pála Sverrisdóttir