Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, miðvikudaginn 16. apríl, var haldinn 71. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti og hófst hann kl. 14:18. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Helga Kristín Auðunsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Oddný Sturludóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagalegt umhverfi er snertir minjavörslu í Reykjavík. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir sérfræðingur hjá menntamálaráðuneyti og borgarminjavörður mættu á fundinn.

- kl. 14:22 kom Jakob Frímann Magnússon á fundinn.

2. Varðveislusetur menningarminja - Skipan í starfshóp. Lagt til að í hópnum sitji Signý Pálsdóttir, Rúnar Gunnarsson, Gerður Róbertsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Svanhildur Bogadóttir og Helga Lára Þorsteinsdóttir. Lagt fram erindisbréf starfshópsins.
Samþykkt.

3. Samningur við Faxaflóahafnir um hafnarmannvirki - til kynningar. Lögð fram drög að samningi milli Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar vegna aðstöðu Viðeyjarferju við Skarfavör í Sundahöfn og Bæjarvör í Viðey.
Samþykkt.

4. Lögð fram bókun frá hverfisráði Vesturbæjar frá fundi ráðsins dags. 3. apríl 2008 þar sem óskað er eftir að upplýsingaskilti verði sett við sjóvarnargarðinn við Skildinganes.
Frestað. (RMF07020015)

5. Menningarmerkingar - næstu skref. Lögð fram skýrsla Böðvars Sveinssonar og Guðrúnar Rannveigar Stefánsdóttur um menningar- og umhverfismerkingar í miðborginni. (RMF07020015)

6. Þríhliða samningur við Alþjóðlega kvikmyndahátíð sem undirritaður var af borgarstjóra, menntamálaráðherra og stjórnanda Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar dags. 28. apríl 2008. Lagður fram til kynningar. (RMF08030006)

7. Ferð Svanhildar Konráðsdóttur sviðsstjóra til Los Angeles vegna kvikmyndaborgar. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 16. apríl 2008.

8. Vináttusamningur milli Moskvu og Reykjavíkurborgar lagður fram ásamt erindi rússneska sendiherrans er varðar menningarmál. Aðrir vináttusamningar jafnframt kynntir. (RMF08040010)

- kl. 15:52 vék Jakob Frímann Magnússon af fundi.

9. Erindi frá Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Frestað á 66. fundi 14.02.2008. Lagt fram erindi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna dags. 10. janúar.
Samþykkt að veita hljómsveitinni kr. 300.000.- styrk. (RMF08070005)

10. Guðrún Ásmundsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að sett verði upp veglegt skilti á húsið Skólavörðustíg 37 til minningar um konur í Hvítabandinu (félag stofnað árið 1895). Þessar konur gáfu Reykjavíkurborg þetta veglega hús árið 1942.

Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.
(RMF07020015)

11. Samráðsfundur með Bandalagi íslenskra listamanna og borgarstjóra ráðgerður þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 16:00 – 18:00 í Höfða.

Fundi slitið kl. 16:03


Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Oddný Sturludóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Guðrún Ásmundsdóttir