Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, miðvikudaginn 2. apríl, var haldinn 70. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Kornhúsi, Minjasafni Reykjavíkur og hófst hann kl. 14:15. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Helga Kristín Auðunsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Sóley Tómasdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Gestur Guðjónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynning á Minjasafni Reykjavíkur - Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður.
2. Greinargerð Innri endurskoðunar vegna áhættumats Minjasafns Reykjavíkur – Anna Margrét Jóhannesdóttir, Innri endurskoðun kom á fundinn. Lögð fram greinargerð Innri endurskoðunar varðandi áhættumat Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. mars 2008.
3. Breyting á samþykkt um menningar- og ferðamálaráð.
Frestað.
4. Starfshópur um Grímsstaðavör - erindisbréf . Lagt fram. Samþykkt með áorðnum breytingum.
5. Tillaga um friðun Garðastrætis 15 – Unuhúss. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. mars 2008 þar sem fram kemur að húsafriðunarnefnd ríkisins hefur lagt til að Garðastræti 15 – Unuhús verði friðað.
6. Breytingar á hússtjórn Korpúlfsstaða. Signý Pálsdóttir tekur sæti Svanhildar Konráðsdóttur í hússtjórn Korpúlfsstaða.
7. Starfshópur um barnalistahátíð.
Starfshópur um barnalistahátíð hefur veruð skipaður af borgarráði og hefur hann hafið störf. Í honum sitja Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Oddný Sturludóttir.
8. Tillaga vegna færeyskrar menningarhátíðar á Kjarvalsstöðum. Lögð fram dagskrá hátíðarinnar sem fram fer á Kjarvalsstöðum 5. apríl 2008. Samþykkt að hátíðin verði styrkt um kr. 250.000.
Fundi slitið kl. 16:05
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson