Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, mánudaginn 23. apríl 2007, var haldinn 49. fundur menningar- og ferðamálaráðs.Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhannes Bárðarson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Friðrik Dagur Arnarson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Fundurinn var árlegur samráðsfundur menningar- og ferðamálaráðs og borgarstjóra með fulltrúum aðildafélaga Bandalags íslenskra listamanna. Til umræðu voru áherslur í menningarmálum og starfsumhverfi listamanna í borginni sbr. umræðupunkta er BÍL lagði fram dags. 18. apríl 2007.

Í byrjun fundar undirrituðu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL þriggja ára samning milli borgarinnar og BÍL um samvinnu á sviði menningarmála. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg greiða BÍL árlega kr. 1.000.000.- á árunum 2007 – 2009 en BÍL mun láta borginni í té umsagnir, álitsgerðir, upplýsingar og ráðgjöf um mál sem borgin vísar til þess til slíkrar umfjöllunar.

Fundinn sátu auk ofangreindra; borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jón Kristinn Snæhólm aðstoðarmaður borgarstjóra, Kristín Árnadóttir skrifstofustjóri borgarstjóra, Ágúst Guðmundsson forseti BÍL, Áslaug Thorlacius, Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Pétur Gunnarsson Rithöfundasambandi Íslands, Sigríður Magnúsdóttir Arkitektafélagi Íslands, Árni Scheving Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Þórir Steingrímsson Félagi leikstjóra á Íslandi, Hjálmtýr Heiðdal Félagi kvikmyndagerðarmanna, Hlín Gunnarsdóttir Félagi leikmynda- og búningahöfunda, Karen María Gunnarsdóttir Félagi íslenskra listdansara, Kjartan Ólafsson, Tónskáldafélagi Íslands, Jakob Frímann Magnússon Félagi tónskálda og textahöfunda, Margrét Bóasdóttir Félagi íslenskra tónlistarmanna og Randver Þorláksson Félagi íslenskra leikara. (RMF07030014)

Fundi slitið kl. 18.15

Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Jóhannes Bárðarson Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
Friðrik Dagur Arnarson