Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2006, mánudaginn 27. nóvember, var haldinn 39. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð og hófst hann kl.11:35. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Oddný Sturludóttir, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skýrsla um fjölmenningu á vegum Menningar- og ferðamálasviðs 2005. (RMF06110013). Lögð fram skýrsla um fjölmenningu á vegum Menningar- og ferðamálasviðs á árinu 2005.
2. Samstarf við Alþjóðahús. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss mætti á fundinn.
Samþykkt svohljóðandi tillaga:
Skrifstofustjóra menningarmála og framkvæmdastjóra Alþjóðahúss er falið að vinna tillögur um skipun nefndar sem yrði menningar- og ferðamálaráði til ráðgjafar í menningar- og ferðamálum.
3. Greinargerð frá Listasafni Reykjavíkur vegna tillögu um að nýta safneign Listasafns Reykjavíkur til að efla tengsl barna við listir og menningu lögð fram. (RMF061100005)
4. Drög að samningskaupaleið vegna ferju- og veitingareksturs í Viðey lögð fram. Samþykkt með áorðnum breytingum. (RMF06110007)
5. Skautasvell á Ingólfstorgi 7. – 29. desember 2006. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða, mætti á fundinn. Minnisblað verkefnisstjóra viðburða lagt fram. (RMF06110001)
6. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir greinargerð um stöðu málefna Tónlistarþróunarmiðstöðvar, en fram hefur komið að undanförnu að útlit er fyrir að miðstöðin muni hætta starfsemi í byrjun næsta árs vegna fjárskorts. Farið er fram á að í greinargerðinni komi fram hvaða starfsemi fer fram í miðstöðinni og hversu margir nýta sér hana, hvaða stuðning miðstöðin hefur fengið frá Reykjavíkurborg undanfarin ár, m.a. í samanburði við aðra ámóta starfsemi eins og t.d. sjónlistarhús, hvaða aðrir aðilar hafa stutt við starfsemina og hvaða leiðir eru færar til að tryggja áframhaldandi starfsemi Tónlistarþróunarmiðstöðvar í Reykjavík.
Frestað.
7. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram til kynningar svohljóðandi tillögu til borgarráðs um mótun barnamenningarstefnu:
Borgarráð samþykkir að hefja vinnu við samræmda stefnu um barnamenningu í Reykjavík. Markmiðið með stefnumótuninna er að samræma stefnu hinna ýmsu ráða og nefnda borgarinnar sem fjalla um menningu og listir fyrir og með börnum í borginni. Í þessu skyni kýs borgarráð 5 manna starfshóp, skipaðan fulltrúum úr menningar- og ferðamálaráði, menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Skal hópurinn skila tillögum sínum að heildstæðri barnamenningarstefnu til borgarráðs eigi síðar en 1. júlí 2007.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
8. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi tillögu:
Óskað er eftir að Menningar- og ferðamálasvið kanni hjá 365 miðlum hvernig verður háttað endurvarpi á BBC World Service. Þjónustan er sérlega mikilvæg fyrir ferðamenn og innflytjendur í borginni og gott fyrir alþjóðlega heimsborg að þeirri þjónustu verði haldið áfram.
Frestað.
9. Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra lagði fam svohljóðandi tillögu:
Fari svo að frábær tillaga meirihlutans um kynningu á listaverkum í eigu borgarinnar fari fram í skólum, með því að málverk í eigu Reykjavíkurborgar verði sett upp í skólum á höfuðborgarsvæðinu nái fram að ganga, þætti mér mikilvægt að þegar verkin yrðu sett upp í hverjum skóla yrði út leikhópur með þremur leikurum til að kynna fyrir nemendum listaverkin, höfunda þeirra, brot úr ævisögu, tímabil það í Íslandssögunni sem þau (listamennirnir) lifðu og málverkin voru gerð o.s.frv.
Tillögunni fylgdi kostnaðaráætlun.
Frestað.
10. Formaður óskaði eftir tilnefningu í stjórn safns Ásmundar Sveinssonar fyrir næsta fund en stjórnina skipa fjórir stjórnarmenn. Eru þrír þeirra kjörnir af menningar- og ferðamálaráði til fjögurra ára í senn. Skal einn stjórnarmanna vera formaður menningar- og ferðamálaráðs og er hann jafnframt formaður stjórnarinnar. Fjórða stjórnarmanninn tilnefna afkomendur Ásmundar Sveinssonar sameiginlega á meðan höfundaréttur að verkum hans helst í þeirra eigu.
- Kl. 13:15 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.
11. Kynning á starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Anna Torfadóttir, borgarbókavörður og María Karen Sigurðardóttir, safnstjóri, kynntu og sýndu húsið.
Fundi slitið kl. 13:34
Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Oddný Sturludóttir
Áslaug Friðriksdóttir Árni Þór Sigurðsson
Jóhanna Hreiðarsdóttir