Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2008, miðvikudaginn 20. febrúar, var haldinn 67. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:25. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Jóna Lárusdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Sigríður Jósefsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Gestur Guðjónsson. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skýrsla verkefnisstjórnar Vetrarhátíðar 2008 lögð fram. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar verkefnisstjórn Vetrarhátíðar og Höfuðborgarstofu fyrir vel unna Vetrarhátíð sem tókst eins vel og ætlast var til þrátt fyrir óveður. (RMF07090012)

2. Þriggja ára áætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2009 – 2011. Lagt fram ásamt greinargerð. (RMF07020004)

3. Lögð fram drög að ársuppgjöri Menningar- og ferðamálasviðs 2007 ásamt ásamt greinargerð. (RMF07060004)

4. Breytingar á reglum og tilnefning í dómnefnd bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2008.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lögð er til svohljóðandi breyting að reglum um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar:
3. grein: Í stað: Dómnefnd til verðlaunanna er skipuð af borgarráði. Hana skipa þrír menn, þar af einn samkvæmt tilnefningu Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og einn samkvæmt tilnefningu Rithöfundasambands Íslands. Borgarráð skipar formann dómnefndar. Dómnefnd skal skipuð í maí fyrir verðlaun komandi árs og ljúka störfum fyrir 15. ágúst árið eftir.
Hljóði 3. grein svo: Dómnefnd til verðlaunanna er skipuð af menningar- og ferðamálaráði til eins árs í senn. Hana skipa þrír menn, þar af tveir samkvæmt tilnefningu menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og einn samkvæmt tilnefningu Rithöfundasambands Íslands. Menningar- og ferðamálaráð skipar formann dómnefndar. Dómnefnd skal skipuð áður en auglýst er eftir nýjum handritum. Tilkynna skal borgarráði um skipan dómnefndar.
4. grein: Í stað: Auglýst skal eftir handritum fyrir 1. september árið áður en til úthlutunar kemur og skulu handrit, sem keppa til verðlauna, berast skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs fyrir 1. maí á úthlutunarári.
komi : Auglýst skal eftir handritum að lokinni úthlutun og skulu handrit, sem keppa til næstu verðlauna, berast skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs fyrir 1. júní á úthlutunarári.

Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs. Samþykkt að leggja til við borgarráð að skipa sömu fulltrúa Reykjavíkurborgar og 2007 í dómnefnd 2008 ásamt tilnefndum fulltrúa RSÍ er kynntur var á 66. fundi. (RMF08020002)

5. Skipun í verkefnisstjórn um varðveislu menningarminja í Grímsstaðavör. Lögð fram tillaga um að í verkefnisstjórninni sitji Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir. Fulltrúi frá Minjasafni Reykjavíkur verður starfsmaður verkefnastjórnarinnar. (RMF05100006)

6. Bréf Möguleikhússins með ósk um aukinn stuðning. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 11. febrúar 2008 þar sem ósk Möguleikhússins um frekari stuðning er vísað til menningar- og ferðamálaráðs.
Frestað. (RMF08020006)

7. Barnalistahátíð 2009. Formaður sagði frá starfshópi vegna undirbúnings barnalistahátíðar 2009 sem skipaður verður af borgarráði. Verkefninu verður stýrt af Höfuðborgarstofu. (RMF08020007)

8. Tilnefning í stjórn Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Lagt fram bréf Péturs Rafnssonar formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins til borgarstjórnar dags. 10. janúar 2008 þar sem óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn samtakanna.
Samþykkt að tilnefna Pétur Rafnsson og Dóru Magnúsdóttur. (RMF08020009)

9. Reykjavíkurviðburðir erlendis - óskir um stuðning. Frestað.

Fundi slitið kl. 15:53

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Jóna Lárusdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Sigríður Jósefsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir.