Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, fimmtudaginn 14. febrúar, var haldinn 66. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 12:35. Viðstaddir: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður, Marta Guðjónsdóttir, Helga Kristín Auðunsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokks: Jóhanna Hreiðarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna: Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Hulda Stefánsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tilkynning um kosningu í menningar- og ferðamálaráð og tilnefningu áheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráð. Lögð fram bréf borgarstjóra dags. 25. janúar 2008 um kosningu í menningar- og ferðamálaráð og bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 25. janúar um tilnefningu áheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráð. (RMF080100018)

2. Fastir fundartímar menningar- og ferðmálaráðs 2008. Samþykkt að fastir fundartímar ráðsins verði fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði kl. 14:15.

- Kl. 12:45 kom Jakob Frímann Magnússon á fundinn.

3. Greinargerð um stöðu á endurskoðun menningarstefnu. Skipan í starfshóp um endurskoðun menningarstefnu. Lagt fram erindisbréf starfshóps um endurskoðun menningarstefnu. Samþykkt að tilnefna Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, formann, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur og Mörtu Guðjónsdóttur í starfshópinn auk Signýjar Pálsdóttur og Svanhildar Konráðsdóttur. (RMF080100018)

4. Kosning varaformanns menningar- og ferðamálaráðs. Jakob Frímann Magnússon kosinn varaformaður.

5. Tilnefning í dómnefnd bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2008. Rihöfundasamband Íslands hefur tilnefnt Ingibjörgu Haraldsdóttur. Frestað.

6. Food & Fun - ósk um framlengingu á samningi til afgreiðslu. Lagt fram erindi Sigurðar Hall dags. 21. janúar 2008. Samþykkt að framlengja samning við Main Course ehf. um Food & Fun hátíðina til tveggja ára um kr. 1.000.000.- (RMF080100013)

7. Skagfirska söngsveitin – styrkbeiðni til afgreiðslu. Lagt fram erindi Guðjóns Reynis Jóhannessonar dags. 7. nóvember 2007 um styrk vegna uppsetningar kórsins á verksinu Sólveig á Miklabæ ásamt Óperukórnum í Reykjavík. Samþykkt að veita verkefninu kr. 400.000.- styrk. (RMF080100021)

8. Ljósmyndaverkefni á Listahátíð - styrkbeiðni til afgreiðslu. Lagt fram erindi Önnu Leonak dags. 15. janúar 2008 þar sem óskað er eftir styrk vegna útiljósmyndasýningar á Listahátíð 2008. Samþykkt að veita verkefninu kr. 500.000.- styrk. (RMF080100022)

9. Skipun verkefnisstjórnar Menningarnætur 2008. Lögð fram tillaga um að í verkefnisstjórn Menningarnætur 2008 sitji Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR, Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri skipulagssjóðs, Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Regína Ástvaldsdóttir skrifstofustjóri borgarstjóra og einn fulltrúi frá menningarstofnunum Reykjavíkurborgar. Samþykkt. (RMF080100014)

10. Erindi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna til menningar- og ferðamálaráðs. Lagt fram erindi Páls Einarssonar, formanns stjórnar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna dags. 10. janúar 2008. Frestað. (RMF07080005)

11. Minnisvarði um Bobby Fisher. Lagt fram erindi skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 25. janúar 2008 þar sem óskað er eftir því að íþrótta- og tómstundaráð og menningar- og ferðamálaráð gangist fyrir því að reistur verði minnisvarði í nágrenni Laugardagshallar til minningar um skákeinvígi aldarinnar og í minningu Bobby Fisher. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. (RMF080100020)

12. Niðurfelling fasteignaskatta af friðuðum húsum - til kynningar. Lagt fram erindi skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 4. febrúar 2008. (RMF080100024)

13. Endurgerð Tjarnarbíós – erindisbréf verkefnisstjórnar um endurbætur á Tjarnarbíói og nýbyggingu lagt fram til kynningar. (RMF06010003)

14. Kvikmyndaborgin Reykjavík - kynning á afgreiðslu borgarráðs og stöðu verkefnis. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. janúar 2008. (RMF080100010)

15. Yfirlit um úthlutanir úr Loftbrúm 2007 – Talía, Muggur og Reykjavík Loftbrú. Lagt fram. (RMF080100023)

16. IFEA ráðstefna í febrúar – til kynningar. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn og kynnti ráðstefnu viðburða og hátíðahaldara sem haldin verður í Reykjavík í 27. – 29. febrúar 2008. (RMF06030013)

17. Íslandskynning í Brussel – Iceland on The Edge 27. febrúar – 15. júní 2008 – til kynningar. Signý Pálsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir verða viðstaddar setningu hátíðarinnar f.h. Reykjavíkurborgar. (RMF060500011)

18. Skýrsla um ferð menningar- og ferðamálaráðs til Boston 2007 – til kynningar. (RMF07100013)

19. Flóð á Korpúlfsstöðum 9. febrúar s.l. Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála vegna flóðs á Korpúlfsstöðum í óveðri þann 9. febrúar.

Fundi slitið kl. 14:35

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Helga Kristín Auðunsdóttir Dofri Hermannsson
Jakob Frímann Magnússon Guðrún Ásmundsdóttir.