Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2008, miðvikudaginn 9. janúar, var haldinn 65. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:06. Viðstaddir: Margrét Sverrisdóttir, formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Jóhannes Bárðarson, Sóley Tómasdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Jóna Lárusdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Styrkbeiðni Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna (ICOM) vegna ráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík haustið 2009. Lagt fram erindi Ólafar K. Sigurðardóttur ritara ICOM dags. 17. desember 2007.
Frestað. (RMF08010003)
2. Stjórn Reykjavík Loftbrúar. Formaður stjórnar Lofbrúar hefur óskað eftir að víkja sæti.
Samþykkt að Margrét Sverrisdóttir taki sæti sem formaður og fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn.
3. Iceland on the Edge – Íslandskynning í Brussel. Sviðsstjóri kynnti Íslandskynningu í Brussel sem stendur yfir frá 27. febrúar til 15. júní 2008.
4. Kynning á Vetrarhátíð 2008 sem í ár stendur yfir frá 7. – 9. febrúar. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn og kynnti drög að dagskrá.
- Kl. 14.30 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
5. Styrkbeiðni Nýlistasafnskórsins vegna heimsóknar tónskáldsins Philip Corner til Íslands. Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Pálssonar dags. 5. október 2007. Samþykkt að veita Nýlistasafnskórnum kr. 214.000.- styrk. (RMF08010004)
6. Kynnisferð menningar- og ferðamálaráðs til Boston og Cambridge – umræður um aðgerðir. Ráðsmenn voru afar ánægðir með gagnlega og áhugaverða ferð. Signýju Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, færðar þakkir fyrir greinargerð um ferðina ásamt hugmyndum og umræðum sem þar fóru fram. Hafþóri Yngvasyni safnstjóra, færðar þakkir fyrir leiðsögn og skipulagningu dagskrár ferðarinnar.
7. Fulltrúar Sjálfsæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar lýsa yfir undrun sinni á því að einn helsti leiklistargagnrýnandi landsins hafi verið tekinn af boðslista frumsýningargesta í Borgarleikhúsinu, að því er virðist vegna óánægju með skrif hans. Mikilvægt er að Borgarleikhúsið, sem rekið er fyrir skattfé Reykvíkinga, kappkosti að vera í sambandi við leiklistargagnrýnendur dagblaðanna og gæti jafnræðis gagnvart þeim varðandi aðgang að frumsýningum, jafnvel þótt stjórnendur hússins kunni að vera ósáttir við skrif einstakra manna.
8. Lagt fram bréf Bandalags íslenskra listamanna dags. 9. janúar 2008 þar sem BÍL lýsir yfir ánægju sinni með þá afgreiðslu menningar- og ferðamálaráðs að fara alfarið að tillögum faghóps um styrki og er ráðinu gefinn kostur á að nýta sér áfram sérþekkingu faghópsins.
Fundi slitið kl. 15:45
Margrét Sverrisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Kjartan Magnússon
Jóhannes Bárðarson Marta Guðjónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Jóna Lárusdóttir