No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 13. desember 2007, var haldinn 62. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 14:37. Viðstaddir: Margrét Sverrisdóttir, formaður, Dofri Hermannsson, Sóley Tómadóttir og Kjartan Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til kynningar greinargerð fagnefndar um styrki 2008 dags. 30. nóvember 2007. Karen María Jónsdóttir, formaður fagnefndarinnar, kom á fundinn. (RMF07080005)
- Kl. 14:40 kom Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á fundinn.
- Kl. 14:43 kom Marta Guðjónsdóttir á fundinn.
- Kl. 14:45 kom Jóhanna Hreiðarsdóttir á fundinn.
2. 9 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs. Lagt fram ásamt greinargerð sviðsstjóra dags. 19. nóvember 2007. (RMF07060004)
3. Breyting á samþykkt um menningar- og ferðamálaráð.
Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lögð er til svohljóðandi breyting á samþykktum fyrir menningar- og ferðamálaráð er samþykktar voru í borgarstjórn 5. apríl 2005 og aftur með breytingum í borgarstjórn 20. desember 2005:
Út úr 3. gr. fellur eftirfarandi málsgrein: Fer með hlutverk byggingarnefndar skv. lögum um húsafriðun nr. 104/2001, að fengnum umsögnum skipulagsráðs um einstök mál.
Í staðinn komi: Fer með málefni minjavörslu og mótar stefnu um húsvernd. Veitir umsagnir um deiliskipulagstillögur er snerta svæði þar sem standa byggingar er falla undir ákvæði 6. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001* og 23. gr. Skipulags og byggingarlaga og breytingar á skipulagi þar sem sömu ákvæði gilda. Skylt er að leita umsagnar ráðsins áður en slíkar tillögur eru samþykktar af skipulagsráði.
Tillögunni fygldi greinargerð.
Samþykkt samhljóða.
4. Lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um erindi Minjaverndar um listaverk við Ziemsenhús dags. 11. desember 2007. Umsögn til Minjaverndar samþykkt og verði hún jafnframt send til borgarráðs. (RMF071100079)
5. Lagt fram erindisbréf vegna starfshóps um menningarstefnu. Samþykkt. (RMF07060007)
6. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra menningarmála um fræðsluferð ráðsins til Boston 16. nóvember til 1. desember 2007. (RMF07100013)
7. Samráðsfundur með ferðaþjónustunni í Höfða 13. desember kl. 16:00.
Fundi slitið kl. 16:00
Margrét Sverrisdóttir
Dofri Hermannsson Kjartan Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Sóley Tómasdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson