Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, miðvikudaginn 21. nóvember 2007, var haldinn 61. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 14:07. Viðstaddir: Margrét Sverrisdóttir, formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Jóhannes Bárðarson, Sóley Tómadóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Margrét Bóasdóttir og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tillaga um myndlistarlán.
- Kl. 14:09 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð veiti kr. 500.000.- af styrkjalið ársins 2007 til viðbótar samstarfssamningi við Spron um Myndlistarlán fyrir árin 2007 – 2009.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt samhljóða. (RMF0702006)

2. Skipun í starfshóp um Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – frá 60. fundi 07.11.2007. Samþykkt að leggja hópinn niður og vinna að málinu á embættismannastigi í samvinnu við menntamálaráðuneyti. (RMF07070003)

3. Hafþór Yngvason safnstjóri fór yfir dagskrá fræðslu- og kynnisferðar ráðsins til Boston og Cambridge 26. nóvember til 1. desember 2007.

4. Skáldastígur. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra menningarmála dags. 15. þ.m. Skrifstofustjóra menningarmála falið að vinna áfram að málinu. (RMF0705008)

5. Forsögn um Miklatún. Lagðar fram umsagnir safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 15. nóvember 2007 og forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 14. nóvember 2007. Ráðið tekur undir umsagnirnar og samþykkir að fela sviðsstjóra að gera umsögn til Umhverfissviðs með viðbættum sjónarmiðum sem fram komu á fundinum. (RMF07100007)

6. Staðsetning styttu af Gísla Halldórssyni. Lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 19. nóvember 2007.
Ráðið tekur undir umsögnina. (RMF0709014)

7. Lagt fram erindi Minjaverndar um listaverk á útisvæði við Ziemsenhús dags. 1. nóvember 2007.
Vísað til safnstjóra Listasafns Reykjavíkur til umsagnar. (RMF07110007)

8. Samráðsfundur ráðsins með ferðaþjónustunni verður haldinn 12. desember n.k. í Höfða. Á fundinum verður m.a. farið yfir starfsáætlun Höfuðborgarstofu í ferðamálum og leitað eftir hugmyndum frá ferðaþjónustunni.

9. Málefni Reykjanesfólkvangs rædd. Höfuðborgarstofu falið að hefja samstarf við stjórn Reykjanesfólkvangs og kalla eftir tillögum og greinargerð varðandi ferðaþjónustu á svæðinu í framtíðinni.

Fundi slitið kl. 15:30

Margrét Sverrisdóttir
Guðrún Erla Geirsdóttir Kjartan Magnússon
Jóhannes Bárðarson Marta Guðjónsdóttir
Sóley Tómasdóttir