Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2013, mánudaginn 9. desember var haldinn 202. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:40. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Davíð Stefánsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir breytingar á fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2014 sem samþykktar voru í borgarstjórn dags. 3. desember 2013.  

2. Tjarnarbíó, minnisblað um starfsemi og framtíðarsýn. Guðmundur Ingi Þorvaldsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós kom á fundinn.  (RMF13010016)

3. Styrkir 2014. Lögð fram greinargerð fagnefndar um styrki 2014. Gunnar Hrafnsson formaður fagnefndar kynnti. Trúnaðarmál. Undirbúningur og umræður í tengslum við styrkveitingar 2014. (RMF13090001) 

- Kl. 14:48 vék Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir af fundi. 

4. Lögð fram skýrsla um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík 2013 og rekstrarreikningur hátíðarinnar janúar-október 2013 (trúnaðarmál). Einnig lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála vegna samstarfssamnings við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík dags. 6. desember 2013.

Fundi slitið 15:11

Einar Örn Benediktsson

Margrét Kristín Blöndal Ósk Vilhjálmsdóttir 

Eva Baldursdóttir Áslaug Friðriksdóttir

Davíð Stefánsson