Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2011, mánudaginn 11. apríl, var haldinn 143. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 13.04. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Jarþrúður Ásmundsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Hildigunnur Birgisdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Svanhildur Konráðsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað BÍL ódagsett um áherslur BÍL á samráðsfundi félagsins, ráðsins og borgarstjóra að loknum þessum fundi.

- Kl. 13.20 kom Kolbrún Halldórsdóttir á fundinn.

2. Lagðar fram umsagnir frá SAF dags. 4. apríl 2011, Skipulags- og byggingarsviði dags. 9. apríl 2011, Íslandsstofu dags. 10. apríl 2011, Umhverfis- og samgöngusviði dags. 11. apríl 2011, Ferðamálastofu dags. 11. apríl 2011, ÍTR dags. 8. apríl 2011, Faxaflóahöfnum dags. 11. apríl 2011 og Framkvæmda- og eignasviði dags. 11. apríl 2011 um Ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011 – 2020. Auk þess lagðar fram endurskoðaðar forgangsaðgerðir stefnunnar. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kom á fundinn.

- Kl. 14.15 vék Davíð Stefánsson af fundi.

3. Aðgerðaráætlun menningarstefnu.
Samþykkt að taka hana fyrir á starfsdegi ráðsins 16. maí n.k.

4. Samþykkt að halda aukafund menningar- og ferðamálaráðs mánudaginn 18. apríl kl. 13:00 um Ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011- 2020.

5. Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps ÍTR um ódýrari frístundir sem send var með bréfi frá ÍTR dags. 10. mars 2011.

6. Lagt fram erindi dags. 23. mars 2011 frá aðstandendum Stjörnufræðivefsins um líkan af sólkerfinu í miðborginni.
Samþykkt að vísa til Höfuðborgarstofu til skoðunar.

7. Gunnarshús. Drög að varðveislumati. Lagt fram minnisblað borgarminjavarðar dags. 4. apríl 2011.
Samþykkt að óska eftir umsögn Húsafriðunarnefndar.

- Kl. 14.37 vék Eva Baldursdóttir af fundi.

8. Samþykkt að starfsdagur menningar- og ferðamálaráðs verði haldinn mánudaginn 16. maí n.k. í Viðey.

Fundi slitið kl. 14.42

Einar Örn Benediktsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Stefán Benediktsson
Jarþrúður Ásmundsdóttir