Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 10. september 2007, var haldinn 55. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.10:00. Viðstaddir: Kjartan Magnússon, formaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhannes Bárðarson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Oddný Sturludóttir og Friðrik Dagur Arnarson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Ásta Þorleifsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Starfs- og fjárhagsáætlun 2008. Áherslur í starfsemi og rekstri menningar- og ferðamálsviðs á árinu 2008 kynntar og ræddar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar hvetja til þess að menningar- og ferðamálaráð í samvinnu við aðrar borgarstofnanir leiti allra leiða til að listasafnið Safn verði áfram í höfuðborginni.
Greinargerð fylgdi bókuninni.
(RMF07060006)
2. Fræðsluferð ráðsins 2007. Tillaga skrifstofustjóra menningarmála samþykkt.
3. List í opinberu rými - kynning á viðhaldsáætlun á útilistaverkum. Hafþór Yngvason safnstjóri kom á fundinn.
Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkir að leggja aukna áherslu á að koma útilistaverkum fyrir í hverfum borgarinnar, ekki síst í nýrri íbúahverfum í austurhluta hennar. Safnstjóra Listasafns Reykjavíkur er falið að vinna að málinu og finna ákjósanlega staði í þessu skyni í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.
Samþykkt.
(RMF05090030)
- Kl. 12:00 vék Jóhanna Hreiðarsdóttir af fundi og Sigríður Heiðar tók þar sæti.
4. Menningar- og umhverfismerkingar. Örvar Birkir Eiríksson, verkefnisstjóri kom á fundinn. Lagðar fram niðurstöður rannsóknar Böðvars Sveinssonar og Guðrúnar Rannveigar Stefánsdóttur, þátttakenda í samstarfsverkefni sviðsins og Nýsköpunarsjóðs námsmanna, á stöðu menningar- og umhverfismerkinga í Reykjavík. (RMF07020016)
5. Verklagsreglur við styrkjaúthlutun - tilnefning í faghóp. Samþykkt að óska eftir tilnefningum frá BÍL í faghóp vegna styrkja 2008 samkvæmt styrkjareglum ráðsins. (RMF07080005)
6. Skipurit menningar- og ferðamálasviðs. Lögð fram tillaga og greinargerð sviðsstjóra dags. 9. september 2007.
Frestað.
7. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að fela Borgarbókasafni að standa fyrir málþingi um bók Þórbergs Þórðarsonar ,,Sálminn um blómið” og gönguferð um söguslóðir bókarinnar í Vesturbænum í samvinnu við Helgu Jónu Ásbjarnardóttur og Sólveigu Ólafsdóttur.
Samþykkt.
8. Lagt fram erindi frá Rúnari Inga Einarssyni dags. 30. ágúst 2007 um styrk vegna stuttmyndahátíðarinnar Ljósvakaljóða 2007. Samþykkt að veita verkefninu styrk að upphæð kr. 300.000.-
9. Styrkumsókn frá Íslenskri grafík dags. 29. ágúst 2007. Samþykkt að beina umsókninni í styrkjaferli Reykjavíkurborgar.
10. Umræður um steinvegg við Fríkirkjuveg 11.
11. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði leggur til að málefni Reykjanesfólkvangs verði tekin til sérstakrar athugunar nú í vetur. Hafist verði handa við úttekt á svæðinu sem ferðamannastað og til þess verði nýtt fé sem lagt var til í síðustu fjárhagsáætlun. Þá verði þörfinni á eftirliti, landvörslu og uppbyggingu aðstöðu og þjónustu einnig metin.
Frestað.
12. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði óskar eftir því að tillaga um gestastofu í Reykjavík frá 16. maí 2007 verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi.
Frestað.
Fundi slitið kl. 13:05
Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Jóhannes Bárðarson Guðrún Erla Geirsdóttir
Sigríður Heiðar Friðrik Dagur Arnarson