Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 11. september, var haldinn 33. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Kornhúsi, Minjasafni Reykjavíkur og hófst hann kl.11:50. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Ugla Jóhanna Egilsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rammaúthlutun 2007 og forsendur. Sviðsstjóra falið að hefja vinnu við undirbúning að skiptingu ramma.(RMF06080008)
- Kl. 12:00 mætti Júlíus Vífill Ingvarsson á fundinn.

2. Lagðar fram starfsreglur vegna úthlutunar styrkja og starfssamninga. Starfsreglur samþykktar óbreyttar. (RMF06060009)

3. Skipun í dómnefnd um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 2007 -til afgreiðslu. Frestað. (R05050012)

4. Skipun verkefnisstjórnar Vetrarhátíðar – til afgreiðslu. Lögð fram tillaga um að skipa Signýju Pálsdóttur, Kristinn Þorsteinsson, Markús H. Guðmundsson, Soffíu Karlsdóttur, Valgerði Janusdóttur og Felix Bergsson í verkefnastjórn Vetrarhátíðar. Samþykkt.

5. Lögð fram svohljóðandi tillaga um verndun menningarminja á Grímsstaðavör:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að hefja vinnu við varðveislu menningarminja í Grímsstaðavör, m.a. svokallaðra grásleppuskúra. Dytta þarf að skúrunum fyrir veturinn og verja þá gegn skemmdum og hefja viðræður við eigendur þeirra skúra á svæðinu sem eru í einkaeigu. Skipaður verði starfshópur á vegum menningar- og ferðamálaráðs sem fari yfir hugmyndir og komi með tillögur um framtíð svæðisins. Sviðsstjóra er falið að vinna að framgangi málsins.
Samþykkt.
- Kl. 13:00 mætti Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.

6. Viðey – greinargerð um sumarið 2006. Örvar B. Eiríksson og Berglind Ólafsdóttir kynntu. (RMF06050013)

7. Listmunalán - staða viðræðna við samstarfsaðila.

8. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að hefja vinnu við að flóðlýsa húseignir Árbæjarsafns. Sviðsstjóra er falið að vinna að framgangi málsins.
Samþykkt.
- Kl. 13:45 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

9. Kynning á starfsemi Minjasafns Reykjavíkur. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður.


Fundi slitið kl. 13:50.

Kjartan Magnússon
Jóhanna Hreiðarsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Ugla Jóhanna Egilsdótt
Áslaug Friðriksdóttir