Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar

Ár 2014, mánudaginn 17. febrúar var haldinn 207. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.12. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Davíð Stefánsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Ráðning safnstjóra við nýtt safn á Menningar- og ferðamálasviði rædd. (RMF14020008) 

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir svohljóðandi bókun: 

Menningar og ferðamálaráð Reykjavíkur fagnar ráðningu Guðbrands Benediktssonar sem safnstjóra yfir nýju sameinuðu safni sem mun innibera Minjasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Viðey og Víkina - Sjóminjasafns.

Framundan er spennandi og krefjandi vinna við uppbyggingu á einu stærsta safni á landinu.

Ráðið óskar Guðbrandi gæfu og velfarnaðar í starfi á komandi árum.

Fundi slitið kl. 14.04

Einar Örn Benediktsson e.u.

Davíð Stefánsson e.u.      Margrét Kristín Blöndal e.u.

Ósk Vilhjálmsdóttir e.u.    Áslaug Friðriksdóttir e.u.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir e.u.