Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, mánudaginn 12. mars 2007, var haldinn 46. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:30. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhannes Bárðarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Oddný Sturludóttir og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Margrét Sverrisdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:
1. Samstarf sveitarfélaga á suð-vesturhorninu í menningarmálum - Ólafur Rastrick, sagnfræðingur, kom á fundinn. Lögð fram skýrsla ReykjavíkurAkademíunnar Samstarf í menningarmálum: Úttekt á menningarstarfsemi og samstarfsmöguleikum á sviði menningarmála í Reykjavík, Árborg, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi frá árinu 2006 sem unnin var fyrir menningar- og ferðamálaráð. Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir vinnu við gerð skýrslunnar. (RMF06110009)

- Kl. 11:40 kom Margrét Sverrisdóttir á fundinn.

- Kl. 11:45 kom Guðmundur H. Björnsson á fundinn.

2. Yfirlit um framkvæmd lækkunar virðisaukaskatts á Menningar- og ferðamálasviði. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 7. mars 2007. (RMF07030003)

3. Tillaga um að hugað verði að listrænu umhverfi/skipulagi við Úlfarsfell.
Frestað.

4. Lagt fram afrit af bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar til Framkvæmdasviðs dags. 9. mars um tillögu að þarfagreiningu fyrir menningarmiðstöð í Spöng. (RMF07020011)

5. Lagt fram afrit af bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar til Skipulagsráðs dags. 9. mars um fasteignagjöld af friðuðum húsum. (RMF07030005)

- Kl. 12:25 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi.

6. Listahátíð í Reykjavík 2007. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, kom á fundinn.

7. Fulltrúi Samfylkingar lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð beini þeim tilmælum til safnstjóra Listasafns Reykjavíkur að hann skoði grundvöll þess að haldin verði sýning á myndlist sem vinsæl var á síðari hluta áttunda áratugarins.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13:20


Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Guðmundur H. Björnsson Guðrún Erla Geirsdóttir