Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2007, mánudaginn 12. janúar, var haldinn 44. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Listasafni Íslands - Kjarvalsstöðum og hófst hann kl.11:35. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sigríður Heiðar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Oddný Sturludóttir og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Anna Sigríður Ólafsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Oddný Sturludóttirog Anna Sigríður Ólafsdóttir boðnar velkomnar á sinn fyrsta fund í menningar- og ferðamálaráði.
2. Ársuppgjör Menningar- og ferðamálasviðs 2006 ásamt greinargerð. Lagt fram.
(RMF06040007)

3. Viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar vegna menningarstofnana. Lögð fram til kynningar viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá janúar 2007 um viðhorf borgarbúa til þjónustu Reykjavíkurborgar. (RMF07020007)

4. Lykiltölur Menningar- og ferðamálasviðs 2006. Lagt fram. (RMF06040007)

- Kl. 11:57 kom Júlíus Vífill Ingvarsson á fundinn.

5. Hönnunarmál og Aðalstræti 10 – Ásrún Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri, kom á fundinn. Lögð fram skýrsla Ásrúnar Kristjánsdóttur frá janúar 2007 um hönnunarmál í Reykjavík og nýtingu borgarinnar á húsinu Aðalstræti 10. Samþykkt að vísa skýrslunni til borgarráðs. (RMF06090006)

6. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Á fundi umhverfisráðs þann 6. febrúar 2006 var samþykkt eftirfarandi tillaga:
Lagt er til að komið verði fyrir upplýsinga- og fræðsluskiltum í og við miðbæ Reykjavíkur með það í huga að kynna áhugaverða staði fyrir ferðamönnum og borgarbúum. Þetta geta verið sögu- eða minjastaðir, merk hús, gróður og náttúrufar eða annað, sem vert þykir að vekja athygli á. Skiltin verða á íslensku og ensku. Umhverfissviði verði falið að vinna tillögur í samvinnu við Menningar- og ferðamálasvið.
Hefur Menningar- og ferðamálasvið tekið þátt í undirbúningi þessa máls? Ef svo er, hvar er undirbúningur staddur? Ef ekki er mælst til þess að sviðið hafi frumkvæðið að því að koma verkefninu til framkvæmdar.

Samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna að málinu.

- Kl. 13:15 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi.

7. Myndlistarlán – drög að samningi við SPRON - til samþykktar. Lögð fram drög að samningi milli Menningar- og ferðamálasviðs og SPRON um myndlistarlán. Samþykkt. Vísað til borgarráðs. (RMF07020006)

8. Tillaga um friðun Alliance-hússins. Lögð fram að breytt tillaga frá áheyrnarfulltrúa F-lista frá 43. fundi 22. janúar 2007, svohljóðandi:
F-listinn leggur á það ríka áherslu að við endurskoðun deiliskipulags fyrir Slippa- og Ellingsenreit verði farið að tilmælum Húsafriðunarnefndar og Alliancehúsið og verbúðirnar varðveittar enda mikilvægur vitnisburður um atvinnusögu og húsagerð.

Tillögunni fylgdi breytt greinargerð.
Frestað.

9. Tilnefning varamanna í stjórn Korpúlfsstaða. Berglind Ólafsdóttir, Auðbjörg
Ólafsdóttir og Haukur Már Hauksson tilnefnd. Samþykkt. (RMF05100003)

10. Staðan á samningskaupum um rekstur í Viðey - niðurstaða matsnefndar. Lagt fram bréf skrifstofustjóra rekstar og fjármála dags. 9. febrúar 2007 til þjónustu- og rekstrarsviðs. (RMF06110007)

11. Umsögn borgarminjavarðar um drög að stefnu stjórnvalda 2006 til 2011 í fornleifavernd á Íslandi – til samþykktar. Anna Lísa Guðmundsdóttir, deildarstjóri fornleifadeildar Minjasafns Reykjavíkur, mætti á fundinn. Samþykkt. (RMF06120018)

12. Tilnefning Minjasafns Reykjavíkur til European Museum of the Year Award 2008 - til kynningar. Lagt fram bréf Safnaráðs dags. 18. janúar 2007. (RMF07020003)

13. 25 ára afmæli Kvennaframboðsins. Lagt fram bréf Helgu Thorberg, dags. 30. janúar
2007. Samþykkt að vísa erindinu til borgarráðs. (RMF07020005)

14. Sagt frá bruna í fyrrum Barnabergi og skátaheimili við Gerðuberg þar sem innanstokksmunir menningarmiðstöðvarinnar skemmdust töluvert.

15. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að lánþegum Borgarbókasafns verði boðið að fá áminningu með SMS-símaskilaboðum og/eða tölvupósti daginn áður en skilafrestur bókaláns rennur út. Markmið tillögunnar er að draga úr vanskilum og stuðla þar með að bættum safnkosti og aukinni ánægju viðskiptavina og starfsmanna.

Samþykkt.

16. Áheyrnarfulltrúi F-lista lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
F-listinn óskar skýringa á fyrirkomulagi menningarmiðstöðvar í Grafarvogi. Íbúar í Grafarvogi hafa bundið miklar vonir við fyrirhugaða menningarmiðstöð í Grafarvogi í líkingu við Gerðuberg en hvergi í hverfinu er aðstaða til tónleika eða myndlistasýninga. Í þeim tillögum sem nú liggja fyrir um að menningarmiðstöðin verði hluti af húsnæði Eirar, húsnæði fyrir eldri borgara er ekki fyllilega gert ráð fyrir rými til menningartengdra viðburða. Óskað er skriflega skýringa á fyrirhuguðu fyrirkomulagi menningarmiðstöðvar í Grafarvogi.
Frestað.

17. Kynning á Listasafni Reykjavíkur - Hafþór Yngvason, forstöðumaður og deildarstjórar Listasafns Reykjavíkur kynntu starfsemi safnsins.

Fundi slitið kl. 14:05

Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir
Sigríður Heiðar Guðrún Erla Geirsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir