Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, mánudaginn 22. janúar, var haldinn 43. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:40. Mættir: Kjartan Magnússon, formaður, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sigríður Heiðar, Guðrún Erla Geirsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Stofnframkvæmdir á Menningar- og ferðamálasviði 2007 – til kynningar. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stofnkostnað Menningar- og ferðamálasviðs 2007. (RMF06080008)

- Kl. 11:53 kom Júlíus Vífill Ingvarsson á fundinn.
- Kl. 11:54 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi og tók Friðrik Dagur Arnarson sæti hans.

2. Vetrarhátíð 2007 – kynning. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri viðburða kom á fundinn. (RMF06110006)

3. Þekkingarheimsóknir – kynning. Ása Sigríður Þórisdóttir, verkefnisstjóri þekkingarheimsókna kom á fundinn. (RMF05060024)

4. Endurnýjun samstarfssamnings við Samband íslenskra myndlistarmanna um dvalarsjóðinn Mugg og ferðasjóðinn Mugg – til afgreiðslu. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra menningarmála dags. 17. janúar 2007.
Samþykkt. (RMF06080012)

5. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 18. janúar 2007 þar sem fram kemur að skipulagsráð og borgarráð hafi samþykkt staðsetningu útilistaverks, minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.

6. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra:
Áheyrnarfulltrúi fyrir Frjálslynda og óháðra gerir það að tillögu sinni að Reykjavíkurborg gefi afkomendum Jóhannesar Kjarval hluti þá, skissur og málverk sem voru í vinnustofu listamannsins og málaferli hafa staðið um með dómi um að sé réttmæt eign borgarinnar. Beri gjöfin vott um höfðingsskap þeirra borgarfulltrúa sem nú fari með ráð og viðurkenningu veitta í minningu mikils listamanns.
Tillagan var felld með sjö atkvæðum.

7. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra:
Árið 2007 er merkisár í atvinnu- og menningarsögu Reykjavíkur. Í ár eru liðin 100 ár frá því að iðnbyltingin hófst við Reykjavíkurhöfn þegar Alliancefélagið keypti fyrsta sérsmíðaða, íslenska togarann, Jón forseta. Menningar- og ferðamálaráð skorar á borgarstjórn að fara að tilmælum húsafriðunarnefndar og varðveita Alliancehúsið og verbúðirnar við Reykjavíkurhöfn fyrir komandi kynslóðir. Húsin eru mikilvægur vitnisburður um atvinnusögu og húsagerð auk þess að hafa verulegt gildi fyrir ferðaþjónustu. Þá er bent á að Alliancehúsið myndi nýtast vel sem sjóminjasafn.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.

Fundi slitið kl. 13:17

Kjartan Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson Stefán Jón Hafstein
Sigríður Heiðar Guðrún Erla Geirsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Friðrik Dagur Arnarson