Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 9. október, var haldinn 35. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hófst hann kl. 09:45. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Guðmundur H. Björnsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Guðrún Erla Geirsdóttir og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Þuríður Sigurðardóttir og Margrét Bóasdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Ása Sigríður Þórisdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri kynnti undirbúning að starfs- og fjárhagsáætlagerð menningar- og ferðamálsviðs fyrir 2007.

2. Hafþór Yngvason, forstöðumaður, kynnti starfsáætlun Listasafns Reykjavíkur fyrir árið 2007.

3. Anna Torfadóttir, borgarbókavörður, kynnti starfsáætlun Borgarbókasafns Reykjavíkur fyrir árið 2007.

4. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður, kynnti starfsáætlun Minjasafn Reykjavíkur fyrir árið 2007.

5. Elísabet Þórisdóttir, framkvæmdastjóri, kynnti húsakynni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og síðan starfsáætlun Gerðubergs fyrir árið 2007.

6. María Karen Sigurðardóttir, safnstjóri, kynnti starfsáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur fyrir árið 2007.

7. Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála, kynnti starfsáætlun Höfuðborgarstofu um markaðs- og ferðamál fyrir árið 2007.

8. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða, kynnti starfsáætlun Höfuðborgarstofu um viðburði fyrir árið 2007.

- Kl. 12:45 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.

9. Samþykkt að endurskoða menningarstefnu menningar- og ferðamálasviðs á árinu 2007.

Fundi slitið kl.12:52

Kjartan Magnússon

Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Jóhanna Hreiðarsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Árni Þór Sigurðsson