Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2014, mánudaginn 10. febrúar var haldinn 206. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13:34. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Eva Baldursdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Þór Steinarsson.  Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Erla Þórarinsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Dr. Friðrik Larsen ráðgjafi kynna  ágrip af helstu niðurstöðum greiningarskýrslu fyrir vörumerki um Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. 

2. Lagðir fram til staðfestingar undirritaðir samningar til þriggja ára við Laufeyju Sigurðardóttur v. Mozarthátíðar dags. 31. janúar 2014, Sinfóníuhljómsveit Íslands v. tónlistarhátíðarinnar Tectonics dags. 4. febrúar 2014 og Sónar Reykjavík ehf. vegna tónlistarhátíðarinnar Sónar dags. 16. janúar 2014. Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

Jafnframt lagðir fram til kynningar rekstrarsamningur Menningar- og ferðamálasviðs við Menningarfélagið Tjarnarbíó dags. 16. janúar 2014 og húsaleigusamningur skrifstofu eigna og atvinnuþróunar við Menningarfélagið Tjarnarbíó dags. 16. janúar 2014 er samþykktir voru í borgarráði þ. 6. febrúar 2014. 

3. Sviðsstjóri kynnir niðurstöður könnunar Capacent Gallup um aðsókn að menningarstofnunum Reykjavíkurborgar og þjónustu þeirra og um Bókmenntaborgina Reykjavík sem framkvæmd var 5.-26. nóvember 2013.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra fjármála dags. 7. febrúar 2014 ásamt tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar dags. 6. febrúar 2014.  Samþykkt að starfsdagur menningar- og ferðamálaráðs verði 24. febrúar 13:00-17:00. 

5. Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 31. janúar 2014 með boði menningar- og íþróttaráðs Kaupmannahafnar á ráðstefnu menningarmálanefnda Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í júní 2014. 

6. Lögð fram fyrirspurn frá skrifstofu borgarstjórnar um fundargerðir fagráða dags. 24. janúar 2014 ásamt auglýsingu um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitastjórna dags. 1. nóvember 2014 og svar fundarritara ráðsins dags. 6. febrúar 2014. Samþykkt. 

7. Menningar- og ferðamálaráð samþykkir eftirfarandi tillögu: 

Í yfir 20 ár hafa rannsóknir staðfest að lestri barna hrakar á meðan sumarhlé er á skólastarfi. Talsverður hluti barna hefur eftir sumarfrí misst niður nokkra mánaða æfingu og þjálfun. Því hafa margir skólar erlendis sett sér markmið um sumarlestur og verkefni til að halda börnunum við svo ekki þurfi að byrja aftur á því sama eftir að sumarleyfi lýkur. Lagt er til að Borgarbókasafn Reykjavíkur og Bókamenntaborgin undirbúi í samstarfi við íslenskukennara úr grunnskólum borgarinnar að velja saman lesefni sem sérstaklega er merkt árgangahópum til sumarlestrar. Kennarar í skólum borgarinnar geta þannig bent börnunum á söfnin til að velja sér bækur til sumarlestrar og unnið verkefni um bækurnar sem skila á að hausti.

Fundi slitið kl. 15.25

Einar Örn Benediktsson

Áslaug Friðriksdóttir Þór Steinarsson

Margrét Kristín Blöndal Ósk Vilhjálmsdóttir

Eva Baldursdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir