Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 25. september, var haldinn 34. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:36. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Þuríður Sigurðardóttir og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skipting ramma – tillaga til afgreiðslu. Samþykkt. Guðrún Erla Geirsdóttir lagði fram gögn um þróun framlaga til listaverkakaupa. (RMF06080008)

- Kl. 11:55 mætti Guðmundur H. Björnsson á fundinn.

2. Tilnefning í úthlutunarnefnd um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Formaður leggur fram tillögu um að tilnefna Þorstein Davíðsson sem fulltrúa ráðsins.
Samþykkt. (RMF0609002)

3. Tilnefning í starfshóp um varðveislu menningarminja í Grímsstaðavör.
Frestað.
Borgarminjavörður verður boðaður á næsta fund ráðsins. (RMF06090001)

4. Tilnefning Bandalags íslenskra listamanna í faghóp um styrki. Ágúst Guðmundsson lagði fram 15 tilnefningar. Hann minnti jafnframt á erindi frá Bandalagi íslenskra listamanna til borgarstjóra dags. 6. desember 2005 þar sem farið er fram á að gerður verði samstarfssamningur milli borgarinnar og BÍL sambærilegur við þann sem menntamálaráðuneytið hefur þegar gert. (RMF06080015)

5. Ráðstefna norrænna menningarmálanefnda í Reykjavík 2007. Dagsetningin 18. - 19. maí 2007. Samþykkt. Skrifstofustjóra menningarmála falið að vinna áfram að málinu. (RMF06060018)

6. Verkamannabústaður við Hringbraut. Lagt fram álit Byggingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur dags. 28. júlí 2006 og borgarminjavarðar dags. 21. september 2006. (RMF060060014)

7. Lán til listaverkakaupa. Samþykkt að vinna áfram að framgangi málsins. (R05050092)

8. Kynning á viðbótum við Ljósmyndasafn – DV/Vísir. Lagt fram bréf dags. 16. ágúst 2006 frá safnstjóra Ljósmyndasafns Reykjavíkur. (RMF06080009)

9. Tjarnarbíó – hugmyndir Bandalags sjálfstæðu leikhúsanna (SL) að endurbótum á húsinu. Gunnar I. Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri SL og Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar mættu á fundinn. Bréf Sjálfstæðu leikhúsanna dags. 21. september 2006 og skýrsla Sjálfstæðu leikhúsanna um Tjarnarbíó frá 2006 lögð fyrir. (RMF06010003)

10. Listaverkakaup – yfirlit. Lagt fram yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur á árunum 2005 og 2006. Guðrún Erla Geirsdóttir lagði fram upplýsingar um keypt listaverk eftir konur og karla hjá Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands á s.l. 3 árum. Samþykkt að koma þessum upplýsingum til forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur og innkaupanefndar. Óskað eftir minnisblaði um stefnu, markmið og tilgang með listaverkakaupum Listasafns Reykjavíkur. Stefnt verði að opnum fundi ráðsins um listaverkakaup á næsta ári. (RMF06080013)

11. Árni Þór Sigurðsson lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um framlög Reykjavíkurborgar undanfarin ár til menningarstarfs með og fyrir börn í borginni. Er þess óskað að lagt verði fyrir ráðið greinargerð um framlög borgarinnar síðustu 3- 4 ár í þessu skyni, bæði á vegum menningarstofnana borgarinnar, skóla og leikskóla og einstakra aðlia sem hlotið hafa styrki borgarinnar til að sinna barnamenningu sérstaklega.

12. Tillaga borgarstjóra, dags. 21. september 2006 um mögulega nýtingu á Aðalstræti 10 og útekt á aðkomu Reykjavíkurborgar að hönnunarmálum.
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar óskuðu bókað:
Vegna tillögu í borgarráði, þann 21. september s.l. um að gera hönnun og handverki skil í Aðalstræti 10, er óskað eftir faglegri umsögn menningar- og ferðamálasviðs um tillöguna. Jafnframt er óskað eftir greinargerð frá sviðsstjóra um það, hvernig standa eigi að verkefninu, hvort unnt sé að sinna því að hálfu núverandi starfsmanna og hvort væntanlegur verkefnisstjóri verði ráðinn að undangenginni auglýsingu um starfið.

Fundi slitið kl. 13:45.

Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Júlíus Vífill Ingvarsson Guðrún Erla Geirsdóttir
Jóhanna Hreiðarsdóttir Árni Þór Sigurðsson