Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 23. ágúst, var haldinn 32. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.11:00. Mættir: Kjartan Magnússon formaður, Guðmundur H. Björnsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jóhannes Bárðarson, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram 6 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs. (RMF0604007)

- Kl. 11:15 tók Guðrún Erla Geirsdóttir sæti á fundinum.

2. Lagt fram innkaupayfirlit Menningar- og ferðamálasviðs miðað við 6 mánaða stöðu. Guðún Erla Geirsdóttir óskaði eftir yfirliti yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 2005 og 2006. (RMF06080010)

3. Menningarnótt. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á Höfuðborgarstofu mætti á fundinn.
Formaður óskaði bókað:

Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir ánægju sinni með metnaðarfulla dagskrá og vel heppnaða framkvæmd Menningarnætur og vill koma á framfæri þakklæti til verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra hennar.

- Kl. 12:14 vék Árni Þór Sigurðsson af fundi.
- Kl. 12:14 tók Ugla Egilsdóttir sæti á fundinn.

4. Friðarsúla/friðarverðlaun LennonOno. Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur mætti á fundinn. Hafþór Yngvason kynnti fyrirhugað listaverk eftir Yoko Ono í Viðey. Jafnframt var kynnt að friðarverðlaun LennonOno verði afhent í Höfða 9. október. Hafþóri Yngvassyni falið að vinna áfram að verkefninu. (RMF06030003/RMF06080005)

- Kl. 12:55 vék Jóhannes Bárðarson af fundi.

5. Lögð fram til kynningar drög að samningi vegna sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfsstöðum. Sviðsstjóra falið að vinna áfram að samningagerð á grundvelli draga. (RMF05100003).

6. Staða listmunalána kynnt. Sviðsstjóra falið að kanna leiðir til áframhalds verkefnisins. (R05050092)

- Kl. 13:00 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

7. Tillaga til borgarráðs vegna samstarfssamninga Menningar- og ferðamálasviðs til allt að þriggja ára. Samþykkt. (RMF060800012)

8. Húsnæðismál Myndhöggvarafélagsins kynnt. Stefán Jón Hafstein óskaði bókað að hann fagnaði þessari niðurstöðu sem er í samræmi við áður framkomnar óskir Myndhöggvarafélagsins. (RMF06010021)

9. Lagðir fram til afgreiðslu fastir fundartímar ráðsins. Samþykkt að þeir verði haldnir 2. og 4. mánudag í mánuði kl. 11:30. (RMF06080007)

10. Lagt fram til kynningar nöfn fulltrúa Reykjavíkurborgar í hússtjórn Borgarleikhússins og fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn og verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fulltrúar í hússtjórn Borgarleikhússins eru Hjörleifur B. Kvaran og Björn Ingi Hrafnsson. Fulltrúi í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands er Kjartan Óskarsson og fulltrúi í verkefnavalsnefnd er Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:

Í tilefni af skipun fulltrúa Reykjavíkurborgar í hússtjórn Borgarleikhússins og stjórn og verkefnastjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem staðfest var af borgarráði í júní s.l. telur menningar – og ferðamálaráð ástæðu til að árétta að málefni áðurnefndra menningarstofnana – auk Listahátíðar í Reykjavík – heyra nú undir Menningar- og ferðamálasvið. Varð sú breyting gerð og staðfest af borgarráði um leið og nýtt stjórnkerfi Reykavíkurborgar tók gildi þann 1. febrúar 2005. Í því felst að erindi, sem tengjast þessum stofnunum, skulu koma til meðferðar Menningar- og ferðamálasviðs og menningar- og ferðamálaráðs og fulltrúum Reykjavíkurborgar í viðkomandi stjórnun og nefndum ber að halda stjórnendum sviðsins og menningar- og ferðamálráði upplýstu um rekstur og starfsemi umræddra stofnana.

11. Stefán Jón Hafstein lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:

Vegna orða formanns menningar- og ferðamálaráðs í útvarpi í vikunni þess efnis að hann teldi að fresta hefði mátt byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss enn frekar en gert var og vegna þess að formaðurinn sat hjá á sínum tíma þegar borgarráð samþykkti byggingu hússins, spyrja fulltrúar Samfylkingarinnar um eftirfarandi:
Hver er afstaða formanns menningar- og ferðamálaráðs til byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss, er hann enn á móti henni?
Verður fylgt eftir áætlunum fyrra ráðs um markaðssetningu hússins með fjárframlagi á næstu árum og verkefnaáætlun þar að lútandi.
Óskað er eftir skriflegum svörum og umræðum ánæsta fundi ráðsins um stöðu tónlistar- og ráðstefnuhúss og framtíðarhorfur, auk aðkomu menningar- og ferðamálaráðs að því að gera veg hússins sem mestan.


Fundi slitið kl. 13:25.

Kjartan Magnússon
Guðmundur H. Björnsson Stefán Jón Hafstein
Guðrún Erla Geirsdóttir Ugla Egilsdóttir