Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2006, miðvikudaginn 22. mars, var haldinn 25. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 15.05. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ásrún Kristjánsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram tillögur ásamt greinargerð, dags. 13. mars 2006, starfshóps borgarstjóra um Menningarnótt í miðborginni. Tillögurnar lúta að breytingum á framkvæmd Menningarnætur 2006.
Menningar og ferðamálaráð gerir ekki athugasemd við tillögurnar. (RMF06010012).
- Kl. 15.10 tóku Dagur B. Eggertsson og Magnús Þór Gylfason sæti á fundinum.
2. Lögð fram tillaga að skipun Hrólfs Jónssonar, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, sem formanns verkefnisstjórnar Menningarnætur 2006. Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt. (RMF06030011)

3. Lagt fram erindi Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar f.h. stjórnar Rithöfundasambands Íslands, dags. 2. mars sl., þar sem þess er farið á leit við Menningar- og ferðamálaráð að Reykjavikurborg efni til ferðasjóðs fyrir rithöfunda.
Sviðsstjóra falið að ganga til viðræðna við RSÍ um málið. (RMF06030010)

4. Lagðar fram úthlutunarreglur Talíu sviðslistaloftbrúar. Jafnframt var lagt til að Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri menningarmála verði skipuð fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Talíu.
Samþykkt. (RMF05060021)

5. Lagt fram á ný erindi Den Österrikske Ambassade, dags. 21. febrúar, þar sem Reykjavíkurborg er boðið að kaupa safn Mr. Benczak “Art and Tie Collection”.
Synjað. (RMF06030001)

6. Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra menningarmála um ráðstefnu IFEA sem haldin var í Belfast dagana 15. – 17. mars sl.
Sviðsstjóra og skrifstofustjóra menningarmála falin vinna við undirbúning að því að fá aðalráðstefnu IFEA til Reykjavíkur. Stefnt er að því að halda ráðstefnuna á tíma Vetrarhátíðar árið 2008. (RMF06020005)

7. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 17. mars sl. þar sem tilkynnt er samþykkt borgarráðs varðandi þjónustusamning menningar- og ferðamálaráðs við Félag tónlistarþróunarmiðstöðvar. (RMF05060005)
8. Lagt fram erindi, dags. 15.03.2006 frá Blúshátíð í Reykjavík, þar sem sótt er um styrk til árlegrar blúshátíðar í apríl nk.
Samþykkt að vísa erindinu til næstu afgreiðslu styrkja sem auglýst verður í ágúst nk. (RMF06030015)

9. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrirhugað er að gera Náttúrugripasafnið að einu af höfuðsöfnum landsins undir heitinu Náttúruminjasafn. Hlutverk þess mun áfram vera að varpa ljósi á náttúru Íslands og upplýsa börn og fullorðna um sögu landsins og samspil manns og náttúru.
Mikill fengur verður að hinu nýja safni og hafa nokkur sveitarfélög þegar falast eftir því að fá safnið til sín.
Í ljósi þess vilja sjálfstæðismenn spyrja hvaða skref Reykjavíkurborg hefur stigið til að tryggja að safnið verði áfram í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn telja það afar mikilvægt að safnið verði í höfuðborginni um ókomna tíð, enda mikilvægur þáttur í uppbyggingu borgarinnar sem þekkingarsamfélags, háskólaborgar og menningarlegrar miðstöðvar landsins.

Lögð fram svohljóðandi tillaga:

Ráðið fagnar þessari fyrirspurn því Reykjavíkurborg hefur áður með óformlegum hætti leitað upplýsinga um áform af þessu tagi og tekin hefur verið frá lóð fyrir safnið. Ráðið felur sviðsstjóra að kynna menntamálaráðuneyti þann vilja ráðsins að safnið verði í Reykjavík og kynni því góða möguleika til staðsetningar sem safnið hefur í Vatnsmýrinni.

Samþykkt.

Samþykkt að halda næsta fund ráðsins þann 19. apríl nk.

Fundi slitið kl. 16.00

Stefán Jón Hafstein
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Svandís Svavarsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir