Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 24. ágúst, var haldinn 12. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Rúnar Freyr Gíslason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit sviðsstjóra. Menningar- og ferðamálaráð vill koma á framfæri þakklæti til verkefnisstjórnar og verkefnisstjóra Menningarnætur fyrir vel unnin störf. (R05040007).
2. Hinn 17. júní sl. voru Rúrí og Páll Steingrímsson útnefnd Borgarlistamenn 2005. (R05040224)
3. Lagt fram 6 mánaða uppgjör Menningar- og ferðamálasviðs. (R05040235)
4. Lagt fram bréf fjármáladeildar dags. 1. júlí varðandi úthlutun fjárhagsramma til Menningar- og ferðamálaráðs 2006. (RMF05080010)
5. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 17. ágúst, vegna úthlutunar fjárhagsramma 2006 með helstu forsendum og tímaáætlunum. (RMF05080010)
6. Greint frá nýjum vetraropnunartíma Borgarbókasafns. (RMF05080012)
7. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 7. júlí sl. þar sem staðfest er ný samþykkt Listasafns Reykjavíkur.
Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað: (R05050058)
Vegna nýrrar samþykktar um Listasafn Reykjavíkur sem kynnt er á fundinum óskar formaður bókað: Í nýrri samþykkt er gert ráð fyrir Safnráði við Listasafnið. Stefnt er að því að setja sérstakar verklagsreglur um skipan ráðsins og bent í því sambandi á starfsvenjur sem menningar- og ferðamálaráð hefur mótað við skipan í fagnefnd til úthlutunar styrkja og skipan í sjóðsstjórnir - þar sem óskað er eftir uppástungum án beinna tilnefninga. Þar sem nýr safnstjóri hefur ekki tekið til starfa þykir rétt að bíða aðkomu hans að mótun reglnanna, en það bókað að stefnt er að því að samþykkja slíkar reglur í haust.
8. Lagður fram 3ja ára samningur, undirritaður 9. ágúst sl., við Landsbankann vegna Menningarnætur. (RMF05080002)
9. Lagt fram erindi sem vísað var frá borgarráði 4. júlí sl. og varðar erindi dags. 27. júní sl., frá nokkrum myndlistarmönnum þar sem falast er eftir skemmu á athafnasvæði Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi fyrir framtíðarvinnuaðstöðu myndlistarmanna. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra, dags. 24. ágúst, um málið. Sviðsstjóra falið að svara erindinu. (RMF05080003)
10. Lagt fram erindi borgarráðs, dags. 2. júní sl. þar sem menningar- og ferðamálaráði er falið að fjalla um málefni Félags Tónlistarþróunarmiðstöðvar í samhengi við aðra menningarstarfsemi sem nýtur styrkja og/eða fastra samstarfssamninga.
Samþykkt að fela formanni og sviðsstjóra að vinna að framgangi málsins. (RMF05060005)
11. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 22. júlí sl. þar sem samþykkt er tillaga frá 11. fundi Menningar- og ferðamálaráðs þess efnis að Höfuðborgarstofu verði falinn undirbúningur og framkvæmd 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar árið 2006. (RMF05060018)
12. Lagt fram erindi stjórnkerfisnefndar, dags. 19. maí sl, þar sem kynnt eru drög að niðurstöðum starfshóps um upplýsingamiðlun, samráð og þátttöku. (RMF05060006)
13. Lögð fram svohljóðandi tillaga vegna listviðburða í Viðey.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að taka frá fé á næsta ári til að tryggja að verk Ólafs Elíassonar, Blind Pavilion, standi áfram í Viðey næstu tvö árin og lýsir ráðið sig samþykkt því að ein milljón króna komi á ári næstu tvö ár til sem leiga til eiganda auk þess sem verkið verði tryggt á kostnað Menningar- og ferðamálasviðs.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Sviðsstjóra falið að ganga til samninga varðandi Blind Pavilion. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R05050004)
14. Lagðar fram gildandi reglur um styrkjaúthlutun Reykjavíkurborgar og reglur um styrkjaúthlutanir menningarmálanefndar frá 22. september 2004. (RMF05080008)
Fundi slitið kl. 17.40
Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Dagur B. Eggertsson Magnús Þór Gylfason
Svandís Svavarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason