Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2010, mánudaginn 22. apríl, var haldinn 121. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, 2. hæð og hófst hann kl. 14.19. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, formaður, Sif Sigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Ragnhildur Jónasdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hildigunnur Birgisdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Janúaruppgjör Menningar- og ferðamálasviðs lagt fram. Berglind Ólafsdóttir skrifstofustjóri fjármála og rekstrar kom á fundinn.

- Kl. 14.21 kom Magnús Skúlason á fundinn.
- Kl. 14.40 kom Anna Pála Sverrisdóttir á fundinn.
- Kl. 14.46 vék Kolbrún Halldórsdóttir af fundi.
-
2. Undirbúningur fyrir borgarlistamann 2010 sem kynntur verður 17. júní 2010.

3. Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu kynnti Barnamenningarhátíð í Reykjavík sem fram fer 19. - 25. apríl 2010.

4. Lögð fram drög að samningi ÚTÓN og Reykjavíkurborgar um Iceland Airwaves 2010. Samþykkt að veita sviðsstjóra heimild til að ganga frá samningi við ÚTÓN.

5. Fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Seljasafns í Breiðholti. Samþykkt að óska eftir umsögn frá Önnu Torfadóttur borgarbókaverði.

6. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga VG sem lögð var fram á 120. fundi 22. mars 2010:
Vinstri græn leggja til að atvinnulausir og þeir sem njóta fjárhagsaðstoðar í Reykjavík fái bókasafnsskírteini sér að kostnaðarlausu. Lagt er til að skírteinin gildi í 6 mánuði í senn. Lagt er til að það fé sem þarf til að mæta þessari auknu þjónustu komi úr sameiginlegum sjóð borgarinnar, liðnum ófyrirséð 09205.
Tillögunni fylgdi greinargerð.
Samþykkt að óska eftir umsögn frá Önnu Torfadóttur borgarbókaverði.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. mars 2010 þar sem tillaga úr borgarstjórn um að unnið verði að skipulagningu sérstakra árlegra hestadaga í Reykjavík er send menningar- og ferðamálaráði til meðferðar. Samþykkt að fela Höfuðborgarstofu að leggja fram hugmyndir að útfærslu fyrir menningar- og ferðamálaráð.

8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 22. mars 2010 vegna fyrirspurnar VG og Samfylkingar um Tjarnarbíó sem lögð var fram á 119. fundi 8. mars 2010.

9. Lagt fram erindi Samtaka ferðaþjónustunnar dags. 17. mars 2010 þar sem óskað er eftir að samtökin fáu áheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálaráði. Frestað.

10. Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður SÍM tekur sæti sem nýr áheyrnarfulltrúi BÍL í stað Þuríðar Sigurðardóttur. Varamaður Hrafnhildar er Hildigunnur Birgisdóttir varaformaður SÍM.
11. Fundartímar menningar- og ferðamálaráðs fram að sumarleyfi verða 26. apríl, 10. og 31. maí 2010.

Fundi slitið kl. 15.35

Áslaug Friðriksdóttir

Sif Sigfúsdóttir Ragnhildur Jónasdóttir
Brynjar Fransson Anna Pála Sverrisdóttir
Hermann Valsson Guðrún Erla Geirsdóttir