Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 14. maí, var haldinn 97. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins að Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 13.00. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Guðlaugur Sverrisson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Jafnframt sat fundinn Ólafur F. Magnússon. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga borgarstjórnar frá 21. apríl sl. um að kannaðir verði kostir þess að Reykjavíkurborg sækist eftir útnefningu sem „bókmenntaborg UNESCO“. Sviðsstjóra var falið að kanna málið. (RMF09040012).

2. Útnefning borgarlistamanns 2009.
restað. (RMF09050003).

3. Lagðar fram tillögur að fleiri menningarmerkingum menningar- og ferðamálaráðs. Samþykkt að næstu merkingar verði við Austurvöll, Víkurbæinn, Arnarhól og Ingólfsnaust. (RMF07020015) .

4. Lögð fram til umsagnar tillaga að endurbyggingu Vaktarabæjarins Garðastræti 23 frá Stefáni Erni Stefánssyni arkitekt hjá Argos ehf. arkitektastofu. Einnig lagt fram minnisblað Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminjavarðar dags. 12. maí þ.m. ásamt tillögu að umsögn er samþykkt var með breytingum. Stefán Örn Stefánsson, Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar og borgarminjavörður kynntu.

Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð fagnar tillögu um endurbyggingu Vaktarabæjarins við Garðastræti 23 í Reykjavík, en húsið er friðað skv. ákvæðum laga um húsafriðun nr. 104/2001 og er jafnframt eitt fyrsta timburhús sem byggt var í Grjótaþorpi í kringum árið 1848 af Guðmundi Gissurarsyni vaktara bæjarins. Vaktarabærinn endurbyggður er mikilvægt framlag til varðveislu menningarminja í borginni.

- Kl. 15.20 fór Ólafur F. Magnússon af fundinum.

5. Stefán Örn Stefánsson, Þorsteinn Bergsson og borgarminjavörður kynntu stöðu framkvæmda við Austurstræti 20, 22 og Lækjargötu 2. Lögð var fram frumhönnun og breyting á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits, umsögn frá borgarminjaverði dags. 12. maí sl. og þrívíddarteikning af umræddum lóðum. (RMF08080002)

- Kl. 15.40 fór Guðlaugur Sverrisson af fundinum.

6. Lögð fyrir skýrsla nr. 144 um húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur: Skólavörðustígur, Njarðargata, Þórsgata, Baldursgata, Lokastígur og Týsgata. Borgarminjavörður kynnti helstu breytingar.

7. Borgarminjavörður lagði fram yfirlit yfir embættismannaafgreiðslur.

8. Samþykkt að starfsdagur menningar- og ferðamálaráðs verði haldinn mánudaginn 15. júní nk.

9. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð samþykki að fara þess á leit við borgarráð að borgin útvegi hús miðsvæðis í borginni sem afhent verði, án endurgjalds, þeim sem vilja gefa tíma sinn til að standa að sjálfsprottinni menningar- og afþreyingarstarfsemi. Þetta verði gert í samvinnu við það fólk sem með yfirtöku húss við Vatnsstíg benti á að það alvarlega ástand sem nú ríkir í þjóðfélaginu kallar á ný og breytt úrræði.

Tillögunni fylgdi greinargerð.
Frestað.

10. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur gerði grein fyrir tilraun til þjófnaðar á Kjarvalsstöðum og viðbrögðum safnsins í kjölfar hennar. Sviðsstjóri greindi frá því að farið verði yfir öryggismál menningarstofnananna á næsta fundi með stjórnendum þeirra.

11. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn um úthlutunarreglur Kjarvalsstofu í París:

Eftir hvaða reglum er farið þegar úthlutun Kjarvalsstofu fer fram og hvaða þættir eru það sem ákveða hæfni umsækjanda? Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um hvaða einstaklingar hafa sótt um og hverjum hefur verið úthlutað dvöl í Kjarvalsstofu síðastliðin 3 ár. Óskað er eftir skriflegum svörum.

Fundi slitið kl. 16.25
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Brynjar Fransson Hermann Valsson
Dofri Hermannsson