Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ


Ár 2009, fimmtudaginn 20. ágúst var haldinn 103. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi ráðsins, Ingólfsnausti, Vesturgötu 1, og hófst kl 14.00. Viðstaddir: Lilja Hilmarsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Hildur Sif Arnardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:


1. Svanhildur Konráðsdóttir kynnti 6 mánaða uppgjör menningar- og ferðamálasviðs.
Menningar- og ferðamálaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði þakka öllu starfsfólki sviðsins fyrir vel unnin störf og þátttöku í þeim erfiðu verkefnum sem niðurskurður fjárheimilda hefur í för með sér. Elja og útsjónarsemi starfsfólks hefur verið til fyrirmyndar. Fjölgun gesta á söfn borgarinnar er sérstakt fagnaðarefni. Fulltrúarnir fagna ennfremur fjölgun gesta í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, notendum á vefsvæði og þekkingarheimsóknum til borgarinnar. Fjölgun ferðamanna gefur ákveðin fyrirheit um sóknarfæri í ferðaþjónustu í borginni sem fulltrúar menningar- og ferðamálaráðs hafa bent á í ráðinu.

2. Sif Gunnarsdóttir kynnti Menningarnótt 2009.
Ráðið lagði fram eftirfarandi bókun:
Menningar- og ferðamálaráð þakkar Höfuðborgarstofu fyrir frábæra vinnu við undirbúning Menningarnætur sem fram fer 22. ágúst .nk. Menningarnótt er nú haldin í 14. sinn með afar fjölbreyttri dagskrá og á fjórða hundrað viðburða fyrir gesti og íbúa borgarinnar, sem koma saman til að njóta listar, veitinga og samvista.

3. Hafþór Yngvason kynnti 6 mánaða yfirlit yfir listaverkakaup Listasafns Reykjavíkur 1. janúar – 30. júní 2009. (RMF06080013)

4. Svanhildur Konráðsdóttir kynnti viðbragðsáætlun MOF við heimsfaraldri inflúensu. (RMF09070003).

Kl. 15.30 mætti Áslaug Friðriksdóttir á fundinn og Lilja Hilmarsdóttir vék af fundi.

5. Lagt var fram minnisblað borgarminjavarðar og sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs með tillögu að breyttu eignarhaldi Gröndalshúss og að endurgerð þess verði liður í svokölluðu Halland verkefni. (RMF07030012).
Tillagan var samþykkt. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með sviðsstjóra Menningar- og ferðamála og borgarminjaverði að hlutverk og notkun Gröndalshúss til framtíðar taki mið af einstöku menningarsögulegu gildi þess. Brýnt er að borgaryfirvöld virði dýrmæti hússins og standi vörð um að það verði í eigu opinberra aðila en ekki selt hæstbjóðenda að lokinni uppgerð. Mörg tækifæri gefast til nýtingar hússins í samstarfi við ólíka aðila sem starfa á vettvangi bókmennta í landinu, þ.m.t. ráðuneyti menntamála.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í menningar- og ferðamálaráði lögðu fram eftirfarandi bókun:

Meirihluti menningar- og ferðamálaráðs telur afar mikilvægt að flýta fyrir endurgerð Gröndalshúss eins og hægt er. Húsið og safn þess eru mikil verðmæti fyrir borgarbúa og leitast verður við að finna húsinu starfsemi við hæfi.

6. Lagt var fram erindisbréf starfshóps um endurskoðun á húsnæðisstyrjum menningar- og ferðamálaráðs.
Starfshópinn skipa: Brynjar Fransson formaður, Dofri Hermannsson og Sif Sigfúsdóttir. Skil: 8. október 2009. (RMF 09060006).

7. Lagt var fram erindisbréf starfshóps um endurskoðun á reglum um úthlutun styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs.
Starfshópinn skipa: Áslaug Friðriksdóttir, Jakob Hrafnsson, Sif Sigfúsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Dofri Hermannsson. Skil: 22. september 2009. (RMF 06060009).

8. Lagt var fram erindi stjórnar rekstrarfélags Sjónlistamiðstöðvarinnar á Korpúlfsstöðum dags. 22. júní sl.
Frestað þar til fjallað hefur verið um tillögur starfshóps um endurskoðun á húsnæðisstyrkjum. (RMF5100003).

9. Lagt var fram erindi Hönnunarmiðstöðvar Íslands dags 11. ágúst sl. þar sem óskað var eftir áheyrnarfulltrúa frá Hönnunarmiðstöð í menningar- og ferðamálaráð.
Menningar- og ferðamálaráð sér ekki fært að verða við beiðni Hönnunarmiðstöðvar en þakkar sýndan áhuga. Hins vegar telur ráðið sjálfsagt og eðlilegt að kalla til fulltrúa Hönnunarmiðstöðvar þegar málefni sem þau varða eru til umfjöllunar í ráðinu. (RMF08070006).

10. Lögð var fram styrkumsókn Krád consulting ehf. /Hrund Gunnsteinsdóttur vegna leikverksins Orbis Terræ – Ora. Lagt var fyrir rekstraruppgjör.
Samþykkt að styrkja verkefnið um 200.000 kr. (RMF09030006).

11. Lögð var fram styrkumsókn RANNÍS vegna Vísindavöku 2009.
Frestað. (RMF09030006)

12. Breyting á fundartíma menningar- og ferðamálaráðs.
Samþykkt var að halda fundi ráðsins 2. og 4. hvern mánudag kl 14:15 – 16:15 frá og með 1.september.

13. Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Eins og fram kemur í fundargerð 96. fundar menningar- og ferðamálaráðs þann 30. apríl 2009 samþykkti ráðið eingöngu að láta fara fram samkeppni um gerð styttu af Tómas Guðmundssyni. Samkvæmt auglýsingu á samkeppnin nú að miðast við standandi bronsstyttu í fullri stærð af skáldinu ungu. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska eftir upplýsingum um það hvar listræn stefnumótun um þetta fór fram.

Fundi slitið 16.30

Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Jakob Hrafnsson
Brynjar Fransson Guðrún Erla Geirsdóttir
Hermann Valsson Dofri Hermannsson