Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2009, fimmtudaginn 25. júní, var haldinn 102. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn að Korpúlfsstöðum og hófst hann kl. 10:10. Viðstaddir: Áslaug Friðriksdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Jakob Hrafnsson, Brynjar Fransson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Dofri Hermannsson og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Ágúst Guðmundsson og Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir og Anna Gréta Möller sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fyrir styrkumsókn Alexanders Zaklinsky vegna reksturs sýningaraðstöðu í The Lost Horse Gallery við Skólastræti 1, Reykjavík. Hafnað. Umsækjanda bent á að styrkir vegna ársins 2010 verða auglýstir í ágúst. (RMF09030006)
2. Lögð fyrir styrkumsókn Julia Staples vegna samsýningar Brock Enright, Toby Kaufmann, Julia Staples & Kristina Williamson „Practicing Disenchantment“ í The Lost Horse Gallery ásamt umsögn safnstjóra Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000. (RMF09030006)
3. Lögð fyrir styrkumsókn Hrundar Gunnsteinsdóttur vegna sýningarinnar Orbis Terræ – Ora sem frumsýnd var í Þjóðmenningarhúsinu á Listahátíð í maí sl. Frestað. Óskað eftir að uppgjör vegna viðburðarins liggi fyrir. (RMF09030006)
4. Lögð fyrir styrkumsókn Pálínu Jónsdóttur vegna sýningarinnar Völvu e. Pálínu Jónsdóttur og Walid Breidi sem verður frumflutt í Þjóðleikhúsinu þann 9. október nk. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000. (RMF09030006)
5. Lögð fyrir styrkumsókn Guðmundar Inga Þorvaldssonar vegna uppsetningar á tveimur leikverkum e. Mischa Twichin á Íslandi og þátttöku í leiklistarhátíðinni ArtFart. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000. (RMF09030006)
6. Lögð fyrir styrkumsókn Halim Hakan Durak vegna alþjóðlegrar Swingdanshátíðar í ágúst n.k. Samþykkt að styrkja verkefnið um 300.000 og beina umsækjanda til Höfuðborgarstofu um samstarf vegna kynningar á Reykjavík. (RMF09030006)
7. Lögð fyrir styrkumsókn Halldórs Ásgeirssonar myndlistarmanns vegna fyrirhugaðs listaverks í nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Umsókn fylgdi umsögn innkaupanefndar Listasafns Reykjavíkur. Vísað til borgarráðs með umsögn frá menningar- og ferðamálaráði. (RMF09030006)
8. Lögð fyrir styrkumsókn Kling&Bang Gallerí vegna tveggja verkefna; annars vegar sýningar á verkum íslenskra listamanna í New York og hins vegar þátttöku í sýningu í Hamborg Kunstfestival. Samþykkt að styrkja verkefnin um samtals kr. 400.000. (RMF09030006)
9. Lögð fyrir styrkumsókn Andrew Burgess vegna gerðar hreyfimyndalistaverks sem ráðgert er að sýna á myndlistarhátíðinni Sequences. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000. (RMF09030006)
10. Skipan starfshóps um endurskoðun á húsnæðisstyrkum menningar- og ferðamálaráðs: Brynjar Fransson, formaður (B), Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála og Dofri Hermannsson (S). Erindisbréf verður lagt fram á næsta fundi ráðsins. (RMF09060006)
11. Skipan starfshóps um endurskoðun á reglum um úthlutun styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs.
Lagðar fram verklagsreglur fyrir fagráð og faghóp um úthlutun styrkja og samstarfssamninga menningar- og ferðamálaráðs, samþykktar á fundi ráðsins 24.5.2006 og staðfestar óbreyttar 11. september 2006 og 28. ágúst 2008. Lagt til starfshópurinn verði skipaður sömu fulltrúum og unnu við endurskoðun menningarstefnu, þ.e. Áslaugu Friðriksdóttur, Sif Sigfúsdóttur, Guðrúnu Erlu Geirsdóttur, Signýju Pálsdóttur, Svanhildi Konráðsdóttur auk Jakobs Hrafnssonar og Dofra Hermannssonar. Erindisbréf verður lagt fram á næsta fundi ráðsins. Samþykkt. (RMF06060009)
12. Listsköpunarverðlaun ungmenna. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 16. júní sl. varðandi samþykkt borgarstjórnar um listsköpunarverðlaun barna í tengslum við Barnalistahátíð. Til kynningar. (RMF09060004)
13. Lagðar fram tillögur starfshóps um stuðning við nýsköpun í ferðaþjónustu í Reykjavík. Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, mætti á fundinn og kynnti tillögur starfshópsins. Samþykkt. (RMF09030002)
14. Sjónlistamiðstöðin að Korpúlfsstöðum. Lagt fram erindi stjórnar Sjónlistamiðstöðvarinnar að Korpúlfsstöðum dags. 22. júní sl. þar sem óskað er eftir niðurfellingu á húsaleigu „Hlöðunnar“ vegna sýningaraðstöðu að Korpúlfsstöðum. Jafnframt var lögð fram greinargerð með umsókn og ársreikningur Rekstrarfélags um sjónlistamiðstöð að Korpúlfsstöðum 2008. Frestað. (RMF05100003)
15. Áslaug Thorlacius kynnti á starfsemi og húsakost Sjónlistarmiðstöðvarinnar að Korpúlfsstöðum.
16. Önnur mál: Lögð fram tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar um hönnunarverðlaun Reykjavíkur. Frestað.
Fundi slitið kl. 12.45
Áslaug Friðriksdóttir
Sif Sigfúsdóttir Guðrún Erla Geirsdóttir
Brynjar Fransson Davíð Stefánsson
Dofri Hermannsson Jakob Hrafnsson