Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 8. mars, var haldinn 387. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.15. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til afgreiðslu tillaga um lokaafgreiðslu styrkja menningarmálanefndar. Fram kom að Sumargleðin hafi dregið umsókn sína til baka. Samþykkt að úthluta eftirtöldum aðilum styrkjum fyrir árið 2004. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R03110004)

Kr. Agnar J. Jónsson v/Kolosalt 100.000 Annað Svið 500.000 BAMAN 300.000 Blásarakvintett Reykjavíkur 400.000 Blásarasveit Reykjavíkur 300.000 Camerarctica 400.000 Félag ísl. tónlistarmanna 200.000 Gallerí Hlemmur 300.000 Gallerí Kling & Bang 500.000 Gjörningaklúbburinn 350.000 Hugleikur 500.000 Hugstolinn (The Raven Rhapsody) 500.000 IBBY á Íslandi 200.000 Íslensk Grafík 300.000 Listvinafélag Hallgrímskirkju 300.000 Myndhöggvarafélag Reykjavíkur 200.000 Ólöf danskompaní 500.000 Poulenc hópurinn 200.000 Samtökin ´78 v/Hinsegin bíódagar 300.000 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 500.000 Söngsveitin Fílharmónía 300.000 Strengjaleikhúsið 500.000 Textílfélagið 350.000 Ung Nordisk Musik – Íslandsdeild 200.000

Styrkir menningarmálanefndar árið 2004 samtals að upphæð kr. 8.200.000,-

2. Menningarmálastjóri gerði grein fyrir ferð sinni og formanns menningarmálanefndar á fund Eurocities Culture Committee í Prag 26. - 29. febrúar sl. og lagði fram minnisblað vegna málsins. Formaður gerði grein fyrir helstu áhersluefnum sem gagnast geta Reykjavík í samstarfi við Eurocities. (R04020066)

3. Lagt fram erindi frá Siglingastofnun Íslands dags. 4. mars 2004 þar sem óskað er eftir athugasemdum vegna samgönguáætlunar 2005-2008, kafla um sjóvarnir. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar borgarminjavarðar. (R01010079)

4. Samþykkt að stefna að opnum fundi menningarmálanefndar um fjölmenningu á næstunni. Jafnframt að fá fulltrúa frá Alþjóðahúsi á næsta fund vegna málsins. (R03010284)

5. Erindi Þórhalls Guðmundssonar, Ólafíustofnun, dags. 8. mars 2004, vegna undirbúnings á íslenskum dögum í Osló. Frestað. (R04030047)

Fundi slitið kl. 18.05

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason