Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 23. febrúar, var haldinn 386. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst hann kl. 17.20. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Edda Þórarinsdóttir og Áslaug Thorlacius, fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til afgreiðslu erindi Elínar Flygenring f.h. utanríkisráðuneytis, dags. 4. febrúar, þar sem kannað er hvort borgin vilji leggja sitt af mörkum og veita leyfi fyrir uppsetningu friðarsteins frá Hírósíma í borginni. Steinninn er gjöf frá samtökunum “Stone for Peace Association of Hirohsima” og mun flutningur steinsins og uppsetning verða yfirvöldum á Íslandi að kostnaðarlausu. Samþykkt að veita steininum móttöku og fela forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur framgang málsins m.t.t. staðsetningar steinsins innandyra eða utan. (R04020078)

2. Lagt fram til kynningar erindi borgarstjóra dags. 5. febrúar þar sem tilkynnt er kosning borgarstjórnar sama dag á Svandísi Svavarsdóttur kt. 240864-2239, sem varamanns Ármanns Jakobssonar í menningarmálanefnd. (R04010224)

3. Lagt fram að nýju erindi stjórnkerfisnefndar, dags. 22. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar menningarmálanefndar á tillögum stýrihóps um undirbúning að gerð tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum. (R03010146)

Fulltrúar Reykjavíkurlista lögðu fram svohljóðandi bókun:

Menningarmálanefnd leggur fyrir sitt leyti jákvætt mat á tillögur sem kynntar hafa verið og fellst á áframhaldandi starf stjórnkerfisnefndar í þá átt sem kynnt hefur verið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa kynnt sér tillögur stýrihóps um þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar og telja nauðsynlegt að stýrihópurinn útfæri tillögurnar nánar m.a. með tilliti til kostnaðar, starfsmannamála, hugsanlegrar staðsetningar þjónustumiðstöðvanna og framtíðarstöðu miðlægra þjónustustofnana borgarinnar. Á þessu stigi er því ótímabært að taka endanlega afstöðu til tillagna stýrihópsins.

4. Lögð fram umsögn forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, dags. 12. febrúar sl. um erindi nemenda LHÍ dags. 25. janúar sl. þar sem óskað er eftir ókeypis aðgangi þeirra að listasöfnum borgarinnar. Erindið var lagt fram á fundi menningarmálanefndar 9. febrúar sl. Menningarmálanefnd leggur til að álit forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur gildi að sinni en er sammála um að skoða þurfi þessi mál á heildstæðan hátt. Í álitinu kemur fram að nú gefast nemendum þrír möguleikar á ókeypis aðgangi og forstöðumaður telur ekki rét að verða við beiðnum um undanþágur frá gildandi reglum. (R04010220)

5. Lagður fram til kynningar bæklingur Eurocities Culture Committee. (R04020066)

6. Lagt fram til kynningar erindi stjórnkerfisnefndar dags. 12. febrúar sl., um verkefnið “Greiðar götur atvinnulífsins”. (R03010146)

Fundi slitið kl. 18.00

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason