Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 9. febrúar, var haldinn 384. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.10. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Þorlákur Björnsson, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Edda Þórarinsdóttir fulltrúi BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fulltrúar Sjálfstæðu leikhúsanna kynntu drög að stefnumótun og framtíðarsýn 2003-2010 og ræddu m.a. um vilja sinn til samvinnu við Reykjavíkurborg um fjölbreytt menningarstarf í borginni. (R04020060)

2. Lögð fram að nýju til umsagnar tillaga stýrihóps til stjórnkerfisnefndar um undirbúning að stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum. Frestað. (R03010146)

3. Lögð fram til afgreiðslu tillaga forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 3. febrúar sl. að staðsetningu útilistaverksins “20 logar” (vinnuheiti) eftir Huldu Hákon. Menningarmálanefnd samþykkti erindið fyrir sitt leyti en óskaði eftir að hverfisráði Vesturbæjar yrði sent erindið til umsagnar. Fulltrúi Reykjavíkurlistans, Ármann Jakobsson, sat hjá við afgreiðslu málsins. (R04020025)

4. Lagt fram erindi frá Öglu Egilsdóttur, f.h. myndlistarnema við Listaháskóla Íslands, dags. 25. janúar sl. sem sent var til afgreiðslu menningarmálanefndar frá skrifstofu borgarstjóra 2. febrúar sl. Í erindinu er óskað eftir ókeypis aðgangi nemenda í myndlistardeild LHÍ að listasöfnum borgarinnar. Vísað til umsagnar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. (R0401220)

5. Umræður um styrki menningarmálanefndar 2004. (R03110004)

6. Formaður óskaði eftir samþykki nefndarinnar til að sækja, ásamt menningarmálastjóra, fund menningarmálanefndar Eurocities sem haldinn verður í Prag dagana 26. – 29. febrúar nk. Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R04020066)

7. Menningarmálastjóri kynnti drög að dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík 2004 sem haldin verður dagana 19. – 22. febrúar nk. (R04010205)

8. Umræður um Iðnó vegna fyrirhugaðs útboðs. (R04010209)

9. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks Rúnar Freyr Gíslason bar fram fyrirspurn vegna bókunar Sjálfstæðismanna á fundi menningarmálanefndar 26. janúar sl. um aðild minnihlutans að viðræðum meirihluta og samráðsnefndar um málefni Leikfélags Reykjavíkur. (R04010098)

10. Fulltrúi BÍL, Edda Þórarinsdóttir, gerði athugasemd vegna fundarboðs síðasta fundar þar sem rædd voru málefni Leikfélags Reykjavíkur. Menningarmálastjóri baðst velvirðingar á mistökum við fundarboðið, en um aukafund var að ræða sem boðað var til með skömmum fyrirvara.

11. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu athugasemd við að formaður nefndarinnar Stefán Jón Hafstein skyldi á borgarstjórnarfundi þann 5. febrúar, hafa vitnað í óbókuð ummæli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá menningarmálanefndarfundi þann 26. janúar, enda væri slíkt óheimilt. Formaður kvaðst harma þau mistök sín.

Fundi slitið kl. 17.40

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Þorlákur Björnsson Rúnar Freyr Gíslason