Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 26. janúar, var haldinn 382. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.10. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein, formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius fulltrúi BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar ríkisins og borgarminjavörður veittu umsögn um varðveislugildi Austurbæjarbíós, sbr. fundargerð 380. fundar menningarmálanefndar, 5. liður. Eftirfarandi gögn voru lögð fram; umsögn deildarstjóra húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur dags. 26. mars 2002, umsögn borgarminjavarðar dags. 26.01.2004, lög um húsafriðun 104/2001, samþykkt borgarráðs dags. 28. maí 2002 fyrir Minjasafn Reykjavíkur og Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur, staðgreinireitur 1.240.3, skýrsla nr. 105. Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Austurbæjarbíó er eitt þeirra húsa í Reykjavík sem hafa ótvírætt menningarsögulegt gildi og við teljum að það sé eitt af því sem skipulagsyfirvöldum beri að taka tillit til við gerð skipulags.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R3070007).

2. Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 23. janúar 2004 frá framkv.stjóra Leikfélags Reykjavíkur. Frestað. (R04010098)

3. Lagðar fram til kynningar niðurstöður umsegjenda vegna styrkjaúthlutunar menningarmálanefndar. (R03110004). Rúnar Freyr Gíslason vék af fundi við meðferð málsins.

- Kl. 17.50 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.

4. Lagt fram til afgreiðslu erindi forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 18. desember 2003 þar sem óskað er eftir samþykki menningarmálanefndar um þátttöku Listasafnsins í nýrri sjálfeignarstofnun, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM). Eiríkur Þorláksson mætti á fundinn vegna málsins og kynnti m.a. stofnskrá KÍM sem undirrituð var þ. 17. desember með fyrirvara um samþykki menningarmálanefndar. Samþykkt. (R04010115)

5. Lagt fram til afgreiðslu erindi frá Birni Brynjúlfi Björnssyni og Jóni Karli Helgasyni dags. 11. desember 2003, þar sem óskað er eftir að fresta nýtingu styrks sem veittur var árið 2003, vegna verkefnisins Nýir Íslendingar, til ársloka 2004. Samþykkt (02110250).

6. Lögð fram til kynningar tillaga starfshóps um flóðlýsingu í borginni. (R03010132)

7. Lagðar fram til kynningar skýrslur samstarfsaðila; Safn (R03010252) og Musica Nova (Nýsköpunarsjóður tónlistar) (R03060065).

8. Lögð fram til umsagnar tillaga stýrihóps um undirbúning að gerð tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum dags. 22. janúar sl. Frestað. (R03010146)

9. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjórnar dags. 7. nóvember 2003, þar sem tilkynnt er um skipun Ármanns Jakobssonar í sæti Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur sem baðst lausnar. (R02060081).

10. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 13. nóvember sl. þar sem borgarráð staðfestir fyrir sitt leyti samning Reykjavíkurborgar og sjálfeignarstofnunarinnar Bókmenntahátíðin í Reykjavík, dags. 10. nóvember 2003. (R03100179)

Fundi slitið kl. 18.20

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason