Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGARMÁLANEFND
Ár 2003, mánudaginn 8. desember, var haldinn 381. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi og hófst hann kl. 19.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.
Fundarefni: Umræður um menningarstefnu borgarinnar.
Til þátttöku í umræðunum var boðið forstöðumönnum menningarstofnana Reykjavíkurborgar, Hjálmari H. Ragnars rektor Listaháskóla Íslands, Ásu B. Richards framkv.stjóra Íslenska dansflokksins, Þórunni Sigurðardóttur listrænum stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, Tinnu Gunnlaugsdóttur forseta Bandalags ísl. listamanna, Svanhildi Konráðsdóttur forstöðumanni Höfuðborgarstofu og Degi Eggertssyni formanni stjórnar Höfuðborgarstofu.
Fundi slitið kl. 21.00
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason