Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, mánudaginn 8. desember, var haldinn 380. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Gerðubergi og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram styrkumsóknir menningarmálanefndar 2004. Alls bárust 105 umsóknir. (R03110004)

2. Lögð fram tillaga að 4 starfshópum til að yfirfara umsóknir í flokkum listgreina. Samþykkt. Rúnar Freyr Gíslason vék af fundi við meðferð málsins. (R03110004)

3. Lagt fram til afgreiðslu erindi Ólafar Ingólfsdóttur f.h. Ólöf danskompaní, dags. 21. nóvember sl., þar sem óskað er eftir að styrkur menningarmálanefndar 2003 verði notaður í annað verkefni í ljósi breyttrar verkefnastöðu. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu og gerir ráð fyrir að styrkurinn verði endurgreiddur hið fyrsta. Hins vegar samþykkti nefndin að umsóknin verði tekin gild við afgreiðslu styrkja ársins 2004. (02110158)

4. Lagt fram erindi frá Pétri Eggerz, f.h. stjórnar Assitej á Íslandi, dags. 5. nóvember sl. Í erindinu er mótmælt tillögu menningarmála-nefndar frá 9. október sl. þar sem lagt er til að Leikhúsmessa verði í framtíðinni Listamessa með aðkomu fleiri listgreina. Samþykkt að boða stjórn Assitej á Íslandi til fundar við formann menningarmálanefndar og menningarmálastjóra vegna málsins fljótlega. (R03040031)

5. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 29. október sl. þar sem óskað er umsagnar menningarmálanefndar vegna tillögu Ólafs F. Magnússonar dags. 4. september sl. um hugsanlegt niðurrif Austurbæjarbíós. Menningarmálastjóra falið að fá forstöðumann Húsafriðunarnefndar og borgarminjavörð á fund nefndarinnar fljótlega vegna málsins (R03070007)

6. Lögð fram skýrsla dags. 3. desember 2003 um fjölmenningarráðstefnu sem haldin var í Stokkhólmi 14.-15. nóvember sl. (R03100055) Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:

Menningarmálanefnd ákveður að næsti opni fundur menningarmálanefndar verði um fjölmenningu og felur menningarmálastjóra að undirbúa slíkan fund fyrri hluta árs 2004. Leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðahús og fleiri sem málið varðar. Tillagan var samþykkt. (R03010284)

7. Lögð fram tillaga þess efnis að Anna Torfadóttir, Áslaug Thorlacius og Signý Pálsdóttir verði tilnefndar í starfshóp um listmunalán. Samþykkt.

8. Lagt fram yfirlit yfir menningartengda styrki 1996-2002 frá öðrum nefndum borgarinnar.

9. Lagt fram til kynningar erindi dags. 5. desember sl. frá Þorvaldi S. Þorvaldssyni, f.h. starfshóps um Listskreytingasjóð Reykjavíkurborgar og frestað á fundi menningarmálanefndar þ. 12. desember 2002. (R01050109)

10. Gísli Marteinn Baldursson óskaði eftir að mál um lýsingu á ýmsum fallegum húsum í miðborginni verði tekið upp á næsta fundi og lögð fram skýrsla sem mun vera til um málið og er í vinnslu. (R03010132)

11. Samþykkt var að fá borgarminjavörð og þjóðminjavörð á fund nefndarinnar vegna fornminja og sýningarskála í Aðalstræti.

Nefndin var viðstödd þegar íslensku myndskreytiverðlaunin "Dimmalimm" voru veitt í Gerðubergi kl. 18.

Fundi slitið kl. 18.45

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason