Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, þriðjudaginn 28. október, var haldinn 378. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi Borgarskjalasafns í Grófarhúsi og hófst hann kl. 16.30. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Edda Þórarinsdóttir og Jóhann L. Torfason fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að nýjum fundartíma menningarmálanefndar. Samþykkt að fundir verði framvegis 2. og 4. mánudag kl. 16.

2. Lögð fram til afgreiðslu tillaga, dags. 27. október 2003, að staðsetningu útilistaverksins "Rætur" sem stjórn Menningar- og styrktarsjóðs SPRON afhenti Reykjavíkurborg að gjöf í tilefni 70 ára afmælis sparisjóðsins. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur kynnti tillöguna. Samþykkt. (R02110338)

3. Lagðar fram til afgreiðslu starfsáætlanir menningarmála og menningarstofnana Reykjavíkurborgar 2004. Menningarmálastjóri kynnti heildaráætlun menningarmála og forstöðumenn kynntu áætlanir sinna menningarstofnana. Frestað til sérstaks fundar mánudag 3. nóvember nk.

4. Lagðar fram til afgreiðslu tillögur að úthlutun starfslauna listamanna 2004 og starfssamninga 2004-2006. Greinargerð fylgdi tillögunum. Samþykkt. Tilkynnt verður opinberlega um úthlutunina við athöfn í Höfða mánudaginn 10. nóvember nk (R03050153 og R03060065)

5. Lagt fram til kynningar erindi dags. 23. október frá Tinnu Gunnlaugsdóttur, f.h. stjórnar Bandalags ísl. listamanna, þar sem farið er þess á leit við menningarmálanefnd að efnt verði til samráðsfundar fulltrúa listamanna og yfirvalda menningarmála hjá Reykjavíkurborg um áherslur í menningarstjórnun og önnur álitamál tengd starfsumhverfi listamanna í höfuðborginni. Samþykkt að stefna að samráðsfundi í ársbyrjun 2004 og menningarmálastjóra falið að vinna að því í samráði við BÍL. (R03100140)

6. Lagt fram erindi, dags. 17. september sl., frá Valdimari Tr. Hafstein f.h. ReykjavíkurAkademíunnar, þar sem óskað er eftir styrk vegna málþings um menningarstefnu, menningararf og menningarfræði sem haldið verður í janúar nk. Í erindinu er menningarmálanefnd jafnframt hvött til þátttöku í málþinginu. Styrkveiting að upphæð kr. 300.000,- samþykkt með 4 atkvæðum. (03100176)

7. Lagt fram bréf dags. 13. október sl. frá Sigurði Skúlasyni, f.h. leikhópsins Leikur einn, þar sem greint er frá að styrk að upphæð kr. 500.000 frá síðustu styrkúthlutun hafi verið skilað vegna breyttra forsendna. Í bréfinu er styrkveitingin jafnframt þökkuð. (02110167)

Fundi slitið kl. 19.30

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason