Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 9. október, var haldinn 377. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skirfstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Edda Þórarinsdóttir fulltrúi BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fundur hófst á því að formaður bauð Gísla Martein Baldursson velkominn á sinn fyrsta fund hjá menningarmálanefnd.

2. Lögð fram til kynningar niðurstaða faghóps um starfslaun listamanna 2004. Áslaug Thorlacius fulltrúi BÍL gerði grein fyrir niðurstöðu hópsins. Formaður þakkaði faghópnum þeirra vinnu. (R03050153)

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga að Listamessu:

Menningarmálanefnd þakkar aðstandendum Leikhúsmessu 2003 sem haldin var í Borgarleikhúsinu 1. september sl. og tókst með miklum ágætum. Nefndin leggur til að þegar verði hafist handa við undirbúning Listamessu með aðkomu fleiri listgreina fyrir næsta ár.

Tillagan var samþykkt. Jafnframt var menningarmálastjóra falið að mælast til við undirbúningsnefnd að nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur verði boðin þátttaka í næstu Listamessu gegn kostnaðarhlutdeild. (R03040031)

4. Lögð fram til kynningar niðurstaða faghóps vegna starfssamninga 2004-2006 við sviðslistahópa. Edda Þórarinsdóttir gerði grein fyrir niðurstöðu hópsins. Formaður þakkaði faghópnum þeirra vinnu. (R03060065)

- Kl. 09.50 tók Ásrún Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

5. Lagt fram bréf frá borgarráði dags. 1. október sl. þar sem menningarmálanefnd er falin afgreiðsla erindis varðandi hugmyndir um að reisa minnisvarða um Melavöllinn í Reykjavík sbr. erindi Halldórs Einarssonar dags. 26. mars 2003. Halldór Einarsson mætti á fundinn vegna málsins. Nefndin lýsir velþóknun og stuðningi við að samtök áhugamanna um Melavöllinn vinni áfram að hugmyndinni og sendi menningarmálanefnd nánari útfærslu hennar þegar hún liggur fyrir. (R03030184)

6. Lagt fram til kynningar minnisblað frá Stefáni Hermannssyni, hugmyndir VSÓ ráðgjafar um óperuaðstöðu í Tónlistar- og ráðstefnuhúsi og hagkvæmisathugun ARTEC um breytingar á Borgarleikhúsinu m.t.t. óperuflutnings. (R02010078)

- Kl. 10.25 vék Rúnar Freyr Gíslason af fundi.

7. Skýrslur frá menningarstofnunum um innkaup. Frestað. (R03100020)

8. Stefán Jón Hafstein og Gísli Marteinn Baldursson voru tilnefndir fulltrúar menningarmálanefndar til þátttöku í fjölmenningarráðstefnu á vegum Nordisk Kultursamarbete, í Stokkhólmi 14. og 15. nóvember nk. (R03100055) Á þeim forsendum var samþykkt að fundur nefndarinnar sem skv. áætlun átti að vera 13. nóvember verði færður fram um 1 dag til miðvikudagsins 12. nóvember

Fundi slitið kl. 10.25

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason