Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 25. september, var haldinn 376. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Edda Þórarinsdóttir og Jóhann L. Torfason fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Guðjón Pedersen leikhússtjóri og Þorsteinn S. Ásmundsson nýráðinn framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavíkur mættu á fundinn og gerðu grein fyrir málefnum leikhússins og dreifðu skýrslunni "Þrjú ár í Kringlumýrinni - Borgarleikhúsið 2000-2003". (R00020268)

2. Lögð fram til samþykktar tillaga að ramma menningarmála 2004 dags. 25.09.2003. Samþykkt. Rúnar Freyr Gíslason sat hjá við afgreiðslu málsins. (R03060140)

3. Tillögur að óperuflutningi í Borgarleikhúsi. Frestað til næsta fundar. (R02010078)

4. Lagt fram ódags erindi frá Jóni Baldri Hlíðberg þar sem farið er fram á að menningarmálanefnd taki til endurskoðunar staðsetningu listaverksins "Demantsklettur" í Staðahverfi. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur mætti á fundinn og gerði grein fyrir vali staðsetningar listaverksins. Menningarmálanefnd þakkar erindið og vísar erindinu til hverfisráðs Grafarvogs með tilvísun í bréf dags. 18. mars 2002 frá framkvæmdastjóra Miðgarðs dags. 18. þ.m., sbr. samþykkt hverfisnefndar Grafarvogs 13. s.m. þar sem mælt er með þessari staðsetningu listaverksins. (R00090013)

5. Lagt fram að nýju erindi dags. 22. nóvember 2002 og varðar erindi Guðrúnar Jónsdóttur formanns íbúasamtaka Kjalarness dags. 13. nóvember s.á. um útnefningu á Fólkvangi sem Menningarhúss Kjalarness. Samþykkt að vísa erindinu til hverfisráðs Kjalarness. (R02040149)

6. Lagt fram minnisblað frá borgarminjaverði, dags. 19. september sl. Nefndin samþykkir tillögur borgarminjavarðar um að allir samningar við rekstraraðila í Viðey verði lausir í árslok 2004 svo hægt verði að breyta rekstrinum frá ársbyrjun 2005. (R03040071)

7. Lagt fram erindi frá Jazzhátíð Reykjavíkur, dags. 24. september sl. Samþykkt var að umsókn Jazzhátíðar komi til álita með öðrum umsóknum um starfssamninga til allt að þriggja ára 2004-2006. (R03060065)

8. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 17. september sl. varðandi flutning íþróttahúss ÍR í Árbæjarsafn. (99100025)

9. Lögð fram til samþykktar tillaga menningarmálanefndar dags. 25. september sl. þar sem skrifstofu menningarmála er falið að taka saman yfirlit yfir helstu framlög Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar til menningarmála. Greinargerð fylgdi tillögunni. Samþykkt. (R03090122)

10. Lögð fram til kynningar skipulagsskrá, ódags., fyrir Nýsköpunarsjóð tónlistar - Musica Nova. Menningarmálanefnd hefur kynnt sér skipulagsskrána og samþykkir hana fyrir sitt leyti. (R02050040)

11. Lagt fram til kynningar erindi frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 18. september sl. þar sem tilkynnt er samþykkt borgarstjórnar s.d. um að Gísli Marteinn Baldursson taki sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í menningarmálanefnd og að varamaður verði Tinna Traustadóttir og að Anna Eyjólfsdóttir verði varamaður Rúnars Freys Gíslasonar. Jafnframt er samþykkt að Ármann Höskuldsson taki sæti Friðjóns Guðröðarsonar sem varamaður Ásrúnar Kristjánsdóttur í nefndinni. (R02060081)

Fundi slitið kl. 10.55

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason
Ásrún Kristjánsdóttir