No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
Ár 2013, mánudaginn 16. desember var haldinn 203. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Víkinni-Sjóminjasafni og hófst hann kl. 15:09. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Eva Baldursdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Davíð Stefánsson, Áslaug Friðriksdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Erla Þórarinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 13. desember 2013 um feril vegna ráðningar safnstjóra sameinaðs borgarsafns 2014 ásamt drögum að auglýsingu og starfslýsingu. Trúnaðarmál. (RMF13120005)
2. Lögð fram drög að samstarfssamningi á milli Menningar- og ferðamálasviðs og Skóla- og frístundasviðs um tilraunaverkefni til þriggja ára um samrekið almenningsbókasafn og skólasafn í Norðlingaskóla. Samningsdrög eru samþykkt og send til kynningar hverfisráðs Árbæjar með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Fyrir liggja drög að samstarfssamningi um tilraunaverkefni til þriggja ára um samrekið almenningsbókasafn og skólasafn í Norðlingaskóla. Sjálfstæðismenn telja farsælla að kynna samninginn fyrir hverfisráði og íbúasamtökum í viðkomandi hverfi áður en hann er samþykktur í menningar- og ferðamálaráði. Þá ítreka Sjálfstæðismenn þá ósk sína að borgarbókavörður verði boðaður á fund ráðsins til að fylgja drögunum eftir. 3. Lögð fram greinargerð faghóps Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) með tillögum að styrkveitingum til menningarmála fyrir árið 2014. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir skuldbindingar vegna annarra styrkja til menningarmála í styrkjaramma ráðsins og sundurliðað yfirlit yfir úthlutunartillögur faghóps. Nefndin hafði 175 umsóknir til umfjöllunar og alls var sótt um styrki að fjárhæð 268 m.kr. Nefndin lagði til að ráðstafað verði 49.2 m.kr.- til 81 verkefnis á árinu 2014, gerður verði samstarfssamningur við Menningarfélagið Tjarnarbíó til þriggja ára um rekstur þess sem nemur 10 m.kr. árlega og að gerðir verðir samstarfssamningar til þriggja ára við þrjár tónlistarhátíðir úr Borgarhátíðasjóði fyrir 8 m.kr samtals. Nema því úthlutunartillögur fagnefndar samtals kr. 67.2 m.kr. Faghópurinn kom, gerði grein fyrir tillögum sínum og vék síðan af fundi. (RMF13090001) Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð skoði heildstætt hvernig styrkja til kvikmyndahátíða og reksturs kvikmyndahúsa sé varið og samþykki því ekki framlög til RIFF eða Heimilis kvikmyndanna Bíó Paradís að svo stöddu. Heimili kvikmyndanna Bíó Paradís fær nú þegar 14.500.000 kr. á ári í rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg en hefur engu að síður verið í rekstrarvanda. Nú liggur fyrir tillaga um að samþykkja 8.000.000 kr. til kvikmyndahátíðar Heimila kvikmyndanna en um leið gerð sú tillaga að styrkja ekki lengur Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin hefur verið í 10 ár. Áður en lengra er haldið telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að ræða verði heildstætt aðkomu Reykjavíkurborgar að rekstri kvikmyndahússins og samspil þess við kvikmyndahátíðir í Reykjavík.
Tillagan var felld með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað: Fulltrúi Vinstri grænna í menningar- og ferðamálaráði telur sjálfsagt að halda áfram heildarumræðu um það hvernig Reykjavíkurborg styður við kvikmyndalistina í Reykjavík, en lýsir yfir fullu trausti á faglegt mat faghóps BÍL og styður tillögu hans vegna styrkja fyrir árið 2014. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðmálaráði telja að fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar þurfa að gera grein fyrir stefnu sinni til reksturs Heimilis kvikmyndanna og samspil þess við kvikmyndahátíðir á skýrari hátt en fyrir liggur.
Skoða þarf málið á heildstæðari hátt en faghópur BÍL hefur hlutverk til enda fjallar hann ekki um stefnu ráðsins heldur einstaka umsóknir.
Fara þarf yfir hvernig ákvörðun faghóps BÍL kemur þvert ofan í nýlegan og uppfylltan samning um breytingar hjá framkvæmdastjórn RIFF, gegnsæis í fjármálum og fleira. Í minnisblaði menningarskrifstofu teljast kröfur uppfylltar enda lokagreiðslur farið fram. Að sama skapi hefur fjárhagsstaða Bíó Paradísar ekki verið rædd í þessu ljósi. Þessi ákvörðun þarf meiri umræðu og rýni í ljósi fyrrgreindra tillagna. Að afgreiða málið án frekari umræðu mun vekja úlfúð og ósætti milli listamanna.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Besta flokksins óskuðu bókað: Meirihluti menningar- og ferðamálaráðs fer í einu og öllu að tillögu faghóps BÍL um styrkveitingar á árinu 2014. Meirihlutinn telur ekki forsendur né þær aðstæður fyrir hendi sem réttlæta að hróflað sé við faglegu mati hópsins. Þá kemur fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að í minnisblaði menningarskrifstofu að kröfur séu að fullu uppfylltar en að okkar mati er ekki gefin rétt mynd af því sem segir í minnisblaðinu. Afgreiðsla styrkja 2014 samkvæmt fyrirliggjandi tillögu faghóps BÍL 17:20 víkur Einar Örn Benediktsson af fundi við afgreiðslu styrkumsóknar Smekkleysu SM. Samþykkt að veitar styrk að upphæð 300 þús.kr. 17:28 Einar Örn Benediktsson tekur aftur sæti á fundinum.
Gerður verði samningur við Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís ses. til eins árs vegna Kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2014 að fjárhæð 8 m.kr. Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
Eftirfarandi tillögur faghóps BÍL vegna styrkja til menningarmála 2014 samþykktar.
Tónlistarhópurinn Nordic Affect verði útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkur 2014 og hljóti 2 m. kr. styrk.
Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna 2014, 2015 og 2016 við eftirtaldar hátíðir með framlagi úr Borgarhátíðasjóði með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2015 og 2016: 4 m.kr. Sónar Reykjavík. 2 m.kr. Reykjavík Midsummer Music. 2 m.kr. Tectonics tónlistarhátíðin.
Gerður verði samstarfssamningur við Menningarfélagið Tjarnarbíó MTB um rekstur Tjarnarbíós vegna áranna 2014, 2015 og 2016 að upphæð 10.000.000 kr. árlega með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2015 og 2016.
Styrkir til verkefna árið 2014:
1.8 m.kr. Kammersveit Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Caput.
1.1 m.kr. Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova.
1 m.kr. Menningarhúsið Skúrinn co. Maður og kona ehf., Múlinn Jazzklúbbur.
800 þús. kr. Mýrin – barnabókmenntahátíð, ASSITEJ - sviðslistahátíð.
700 þús.kr. Reykjavík Fashion Festival, Krumma Films ehf., Reykjavík Shorts & Docs, Listvinafélag Hallgrímskirkju, List án landamæra, Alþjóðlega tónlistarakademían.
600 þús.kr. IBBY á Íslandi, Spark design space ehf., Helga Rakel Rafnsdóttir vegna heimildamyndar, Lab Loki, Möguleikhúsið, Draumasmiðjan, Vala Ómarsdóttir vegna leikhús- og hljóðverks, Sequences myndlistarhátíð, Íslensk grafík, Rodent ehf. vegna Heimstónlistar í Reykjavík.
500 þús.kr. Listafélag Langholtskirkju, Félag íslenskra kvenna í tónlist, Gunnsteinn Ólafssson vegna ævintýraóperunnar Baldursbrá, Óperarctic félagið, Listasafn ASÍ, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Söngfjelagið, Tónlist á gráu svæði vegna tónlistarhátíðarinnar Jaðarber, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins.
400 þús.kr. King og Kong v. dansleikhusverks, Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan, Þyri Huld Árnadóttir vegna barnaverksinsOFUR!, Kvikmyndafélag Íslands vegna Stuttmyndadaga, Leikfélagið Hugleikur, Vigdís Jakobsdóttir vegna leikritsins Útlenski drengurinn, María Ingibjörg Reyndal vegna leikritsins Mannasiðir, Edda Björg Eyjólfsdóttir vegna Galdra-Lofts, Týsgallerí, Tónlistarhátíðin Podium Festival, Reykjavík Folk Festival, Örn Magnússon vegna Kirkjulistahátíðar í Breiðholti, Tónskóli Sigursveins vegna afmælisdagskrár, Krúnk ehf. vegna gallerís Þoku, Elektra Ensemble,15:15 tónleikasyrpan, Midnight Sun Guitar Festival, Kammermúsíkklúbburinn.
300 þús.kr. Anna Dröfn Ágústsdóttir vegna bókarinnar Reykjavík eins og hún hefði getað orðið, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir vegna rafbókar fyrir börn, Erla Steinþórsdóttir vegna vinnusmiðju fyrir börn, Katrín Gunnarsdóttir vegna dansverks, Gjóla ehf. vegna leikverksins Reykur, Aldís Gyða Davíðsdóttir vegna leiksýningarinnar Fiskabúrið, Alexandra Chernyshova vegna óperunnar The Medum, Lúðrasveit verkalýðsins, Elfa Lilja Gísladóttir vegna Upptaktsins 2014, Félag íslenskra tónlistarmanna, Adapter, Lúðrasveitin Svanur, Stelpur rokka! Lúðrasveit Reykjavíkur.
250 þús.kr. Folk Dance Festival, Raflost.
200 þús.kr. Steinunn Ketilsdóttir vegna dansverksins Nordic Blonde, Ástbjörg Rut Jónsdóttir vegna dansleikhúsverksins Golden Age, Handverk og hönnun, Fatahönnunarfélag Íslands, Áslaug Thorlacius vegna myndlistarsýningarinnar Myndir Ingileifar, Bjarki Sveinbjörnsson vegna Söngsagna úr Reykjavík, Pamela De Sensi vegna barnatónleika á Myrkum músíkdögum, Tónlistarhópurinn Kúbus,Vox Feminae.
150 þús.kr. Brynja Pétursdóttir vegna Street dans einvígisins, Hjörtur Jóhann Jónsson vegna leikverksins Illsku.
100 þús.kr. Camerarctica.
Fundi slitið kl. 17.45
Einar Örn Benediktsson Margrét Kristín Blöndal
Eva Baldursdóttir Ósk Vilhjálmsdóttir
Davíð Stefánsson Áslaug Friðriksdóttir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir