Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2013, föstudaginn 22. mars var haldinn 186. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 10.09. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Margrét Kristín Blöndal, Diljá Ámundadóttir, Líf Magneudóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir, Ásmundur Ásmundsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. mars 2013 um að Diljá Ámundadóttir taki sæti í menningar- og ferðamálaráði í stað Hugleiks Dagssonar. Einnig lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 20. mars 2013 um að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir taki sæti Mörtu Guðjónsdóttur í menningar- og ferðamálaráði og að Marta Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í ráðinu í stað Jóns Karls Ólafssonar. (RMF13010020)

2. Fjárhagsáætlun 2014-2018. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 8. mars 2013 ásamt minnispunktum um kynjaða fjárhags- og starfsáætlunargerð. Lögð fram yfirlit yfir skuldbindingar, valkosti og tækifæri til forgangsröðunar vegna fjárhagsáætlunar 2014-2018. Trúnaðarmál. Sviðsstjóra falið að skila yfirlitum með áorðnum breytingum til fjármálaskrifstofu.

Fulltrúi Samfylkingar Eva Baldursdóttir óskar eftir yfirliti frá sviðinu um listrænt starf í skólum, minnisblaði um Menningarbakpokann og yfirliti yfir þá fjármuni sem varið er í barnamenningu.

3. Endurskoðaður gjafagjörningur Hallsteins Sigurðssonar Frestað. (R05050198)

4. Kynning á starfsemi sjónlistamiðstöðvarinnar á Korpúlfsstöðum. Frestað. (RMF13010014)

5. Undirritaðir samstarfssamningar Menningar- og ferðamálasviðs til staðfestingar. Frestað.

6. Formaður gerir grein fyrir fyrirhugaðri ferð til Tallin 5. apríl nk. til að taka þátt í og halda erindi á ráðstefnunni „Financing the creatives: investment or grant?“. Ferðakostnaður er greiddur af ráðstefnuhaldara.

Fundi slitið kl. 12.12
Einar Örn Benediktsson
Margrét Kristín Blöndal Diljá Ámundadóttir
Líf Magneudóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Marta Guðjónsdóttir