Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNNGARMÁLANEFND

Ár 2002, fimmtudaginn 12. september 2002, var haldinn 358. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála að Pósthússtræti 7, 4. hæð og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Menningarmálastjóri lagði fram tillögu að skiptingu á kostnaðarstaði vegna fjárhagsáætlunargerðar menningarmála 2003. Frestað.

- Kl. 09.10 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

2. Lagt fram til kynningar yfirlit menningarmálastjóra dags. 12. september sl. sem óskað var eftir á fundi nefndarinnar 13. ágúst sl., ásamt greinargerðum forstöðumanna um geymslumál og brunavarnir menningarstofnana borgarinnar. Skv. þeim gögnum sem kynnt voru eru geymslumál menningarstofnana í viðunandi horfi og þar sem á skortir er þegar unnið að úrbótum. 3. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að fulltrúum menningarmálanefndar í stjórn safns Ásmundar Sveinssonar, sbr. II. kafli, 7. gr. í gildandi samþykkt fyrir Listasafn Reykjavíkur sem samþykkt var í borgarráði 28. maí sl. Samþykkt að skipa Stefán Jón Hafstein og Ásrúnu Kristjánsdóttur, fulltrúa meirihluta og Rúnar Frey Gíslason, fulltrúa minnihluta í stjórnina.

4. Lagt fram boð boð frá Kultur- og Fritidsutvalget í Kaupmannahöfn sem standa fyrir norrænni menningarráðstefnu 8. og 9. nóvember nk. Samþykkt að formaður menningarmálanefndar og einn fulltrúi minnihluta taki þátt í ráðstefnunni ásamt menningarmálastjóra. Menningarmálastjóri kynnti að auki fundaáætlun fyrir norrænt menningarsamstarf fram til ársins 2005.

5. Lagt fram erindi frá stjórnendum Borgarholtsskóla dags. 17. júlí sl. þar sem sótt er um framlag úr nýstofnuðum Listskreytingasjóði Reykjavíkurborgar. Menningarmálastjóra falið að svara erindi á þann veg að ekki sé tímabært að sækja um framlag í sjóðinn þar sem honum hefur enn ekki verið formlega komið á legg.

6. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs, dags. 3. september sl., þar sem samþykktar eru tillögur húsafriðunarnefndar um friðun ytra borðs, laugar, búningsklefa og sturta Sundhallar Reykjavíkur.

7. Lagt fram afrit af erindi SÍM til borgarstjóra dags. 31. júlí sl. Í erindinu, sem vísað var til umsagnar menningarmálastjóra 1. ágúst sl., er hvatt er til að Reykjavíkurborg fjölgi vinnustofum myndlistarmanna á Korpúlfsstöðum en SÍM sér um útleigu vinnustofanna f.h. borgarinnar. Unnið er að lausn málsins í samvinnu við Fasteignastofu.

8. Lagðar fram til kynningar niðurstöður stýrihóps frá 21. nóvember 2001 um framtíðarsýn Viðeyjar og annarra eyja á Sundum.

Á fundinum var dreift nýútgefnum bæklingi um safnaheimsóknir og vettvangsferðir skólaárið 2002-2003, útgefnum af Árbæjarsafni með styrk frá menningarmálanefnd.

Næsti fundur ákveðinn þriðjudag 24. september kl. 16. Farið verður í stutta kynnisferð á menningarstofnanirnar í Grófinni og Hafnarhúsi og einnig út í Viðey.

Fundi slitið kl. 10.55

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason