Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 16. maí, hélt menningarmálanefnd sinn 330. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu: Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Örnólfur Thorsson, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Signý Pálsdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Borgarminjavörður lagði fram minnisblað með hugleiðingum um varðveislu minja frá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar. Hún sagði brýnt að borgin tæki afstöðu til hvernig borgarminjar verði best varðveittar í framtíðinni. Borgarminjaverði og forstöðumanni Ljósmyndasafns Reykjavíkur var falið að koma með hugmyndir varðandi framhald málsins.

2. Menningarmálastjóri lagði fram til kynningar starfssamninga til 3ja ára, við 13 aðila, sem til stendur að undirrita nk. mánudag, 21. maí.

3. Borgarminjavörður lagði fram og kynnti drög að samstarfs-samningi um Rekstrarfélagið Sarp með aðild Árbæjarsafns og Ljósmyndasafns. Í kjölfar umræðna um málið var samþykkt að vísa málinu til næsta fundar og boða á þann fund gesti er tengjast málinu. 4. Listaverkakaup. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Bragi Ásgeirsson: "Spútnikar í Himinleik", 1958 - olía á pappír. Jóhannes S. Kjarval (o.fl.): Grafíkmyndir, ca. 1919-20 - 7 blöð m.a. 8 þrykk á einu blaði. Kristján Magnússon: Ljósmyndir af Kjarval: a) Á sýningu í Listamannaskálanum 1961 (5) b) Við vinnu (að mála) í Gálgahrauni 1963 (7) c) Á vinnustofu sinni við Sigtún 1965 (4) Tillagan var samþykkt.

5. Formaður lagði fram tillögu að borgarlistamanni sem tilnefndur verður opinberlega 17. júní nk. Tillagan var samþykkt.

- Kl. 13:40 vék Tryggvi M. Baldvinsson af fundi.

6. Önnur mál.

- Lagður fram til kynningar listi yfir rannsóknir sem unnar hafa verið af menningarstofnunum Reykjavíkurborgar árið 2000 og 2001. - Menningarfulltrúi bauð nefndarmenn velkomna í bátsferð með leiðsögn um Sundin sem stýrihópur um stefnumótun í málefnum Viðeyjar og Sundanna stendur fyrir nk. þriðjudag. - Lagt fram eintak af danska fagtímaritinu "Landskab" sem Landslag ehf. sendi menningarmálanefnd til skoðunar. - Menningarmálastjóri kynnti aðild Reykjavíkurborgar að verkefninu European Cities of Culture on Line í umsjón Eurocities. Hún greindi frá að skýrsla Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 og sameiginleg skýrsla menningarborganna níu væru væntanlegar. - Borgarminjavörður sagði frá stöðu uppgraftar fornminja í Aðalstræti. Allt bendir til að verkinu verði lokið skv. áætlun í lok maí.

Fundi slitið kl. 14.00

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Örnólfur Thorsson
Júlíus Vífill Ingvarsson