Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, þriðjudaginn 13. ágúst, var haldinn 357. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála að Pósthússtræti 7, 4. hæð og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Valgarður Gunnarsson fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi eldsvoða sem varð í geymsluhúsnæði safnsins í Fákafeni 7. ágúst sl., og vinnunni framundan. Samþykkt að fela menningarmálastjóra að óska eftir greinargerð frá menningarstofnunum borgarinnar um geymslumál þeirra og vinna yfirlit á grundvelli þess. 2. Lagðar fram tillögur umsagnaraðila um starfslaun listamanna. Fulltrúar fagópa gerðu grein fyrir niðurstöðum þeirra. Samtals voru til úthlutunar 49 mánaðarlaun og samþykkti nefndin að þau skiptust milli 13 listamanna þannig:

Þór Vigfússon, myndlistarmaður 6 mánuðir Ásmundur Ásmundsson, myndlistarmaður 3 mánuðir Eyjólfur Einarsson, myndlistarmaður 3 mánuðir Guðbjörg Lind Jónsdóttir, myndlistarmaður 3 mánuðir Olga Bergmann, myndlistarmaður 3 mánuðir Þórunn Ósk Marinósdóttir, tónlistarmaður 6 mánuðir Anna Pálína Árnadóttir, tónlistarmaður 3 mánuðir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður 3 mánuðir Sveinn Lúðvík Björnsson, tónlistarmaður 3 mánuðir Jónas Þorbjarnarson, ljóðskáld 3 mánuðir Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri 5 mánuðir Ingvar E. Sigurðsson. leikari 3 mánuðir Hlín Agnarsdóttir, leikskáld 5 mánuðir 3. Lögð fram til samþykktar svohljóðandi tillaga faghóps um samstarfssamninga við sviðslistahópa, sbr. samþykkt menningarmálanefndar 3. júlí sl. Til ráðstöfunar voru 3,1 milljón f. árið 2002 og 7,4 milljón f. árið 2003:

Vesturport - kr. 1.900.000 árið 2002 og 4.800.000 árið 2003 Sumaróperan - kr. 800.000 árið 2002 og 1.800.000 árið 2003 Rauðu skórnir - kr. 400.000 árið 2002 og 800.000 árið 2003

Tillagan var samþykkt. 4. Tillaga formanns að föstum fundartímum nefndarinnar á fimmtudagsmorgnum kl. 09.00, 2. og 4. fimmtudag hvers mánaðar, lögð fram og samþykkt.

5. Formaður verkefnisstjórnar Menningarnætur 2002 kynnti dagskrá Menningarnætur 17. ágúst nk.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 12. september kl. 09.00.

Fundi slitið kl. 17.55

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason