Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

Reykjavíkurborgar

Ár 2012, mánudaginn 10. desember var haldinn 178. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.36. Viðstaddir: Stefán Benediksson formaður, Gaukur Úlfarsson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Davíð Stefánsson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kristín Viðarsdóttir verkefnastjóri Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO kynnti helstu verkefni Bókmenntaborgarinnar á árinu 2012 og Lestrarhátíð sem fram fór í október 2012.

2. Lagt fram yfirlit yfir breytingar á fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2013 sem samþykktar voru í borgarstjórn dags. 4. desember sl.

3. Lögð fram drög að þríhliða samningi milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar við Listahátíð í Reykjavík. Frestað.

4. Lögð fram sú tillaga að Svanhildur Konráðsdóttir taki sæti Sifjar Gunnarsdóttur sem fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík. Samþykkt.

5. Lögð fram Styrkumsókn vegna Götugleði 2013 - ósk um umsögn menningar- og ferðamálaráðs. Frestað.

- kl. 14:52 kom Óttar Ólafur Proppé á fundinn.

6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 – 2030 – Bíla- og hjólastæðastefna og Vistvænni samgöngur. Frestað.

7. Lagðar fram umsóknir um skyndistyrki sem bárust fyrir 1. desember sl. ásamt yfirliti. Jafnframt lagt fram erindi Mozart hópsins dags. 27. nóvember 2012.

8. Menningar- og ferðamálaráð óskaði bókað:
Vegna andláts Önnu Torfadóttur, fyrrverandi borgarbókavarðar, vottar menningar- og ferðamálaráð ástvinum hennar og samstarfsfólki samúð sína. Anna var einstaklega góður stjórnandi, sem leiddi Borgarbókasafn Reykjavíkur um langt árabil af alúð og fagmennsku. Safnið var ein vinsælasta og best rekna menningarstofnun borgarinnar og verður Önnu Torfadóttur minnst um ókomin ár fyrir farsæld og metnað í störfum sínum á vettvangi Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 14.57
Stefán Benediktsson
Gaukur Úlfarsson Eva Baldursdóttir
Óttar Ólafur Proppé Marta Guðjónsdóttir
Áslaug Friðriksdóttir Davíð Stefánsson