Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2000, mánudaginn 14. ágúst hélt menningarmálanefnd sinn 310. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 17.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Eiríkur Þorláksson, Anna Torfadóttir, Sigurbjörg U. Guðmundsdóttir og Signý Pálsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Starfslaun listamanna 2000. voru til endanlegrar umfjöllunar. Samtals voru 52 mánaðarlaun til úthlutunar og var það sammála álit nefndarinnar að þau skiptust milli 16 listamanna þannig: Gjörningaklúbburinn, þ.e. Dóra Ísleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, myndlistarmenn samtals 12 mánuðir Kristinn G. Harðarson, myndlistarmaður 8 mánuðir Halldór Ásgeirsson, myndlistarmaður 3 mánuðir Hannes Lárusson, myndlistarmaður 3 mánuðir Jóhann L.Torfason, myndlistarmaður 3 mánuðir Magdalena Margrét Kjartansdóttir, myndlistarmaður 3 mánuðir Kolbeinn Bjarnason, tónlistarmaður 4 mánuðir Sigurður Halldórsson, tónlistarmaður 3 mánuðir Pétur Grétarsson, tónlistarmaður 3 mánuðir Didda Jónsdóttir, rithöfundur 3 mánuðir Karl Ágúst Úlfsson, leikskáld 3 mánuðir Hjalti Rögnvaldsson, leikari 2 mánuðir Inga Bjarnason, leikstjóri 2 mánuðir

2. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu um listaverkakaup: ,,Glit’’, 2000. Olía á striga. Höfundur Kristín Geirsdóttir. Grafíkmappa: ,,Spüren der Kindheit’’, 2000. Höfundur Jón Thor Gíslason. ,,Tvær leiðir í syndinni’’, 1999. Höfundur Gabríela Friðriksdóttir. Tillagan var samþykkt.

3. Menningarmálastjóri lagði til að af kostnaðarstaðnum ,,Tengsl skóla og menningarstofnana’’ yrði úthlutað 400 þús. kr. til Listasafns Íslands og 400 þús. kr. til Árbæjarsafns-Minjasafns Reykjavíkur vegna aksturs skólanemenda á söfnin. Tillagan var samþykkt.

4. Kynnt var Maríuganga í Viðey er fram fer þriðjudaginn 15. ágúst.

5. Kynnt var dagskrá Menningarnætur 2000 er fram fer laugardaginn 19. ágúst.

Fundi slitið kl. 18.30

Guðrún Jónsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Anna Geirsdóttir
Eyþór Arnalds