Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 27. febrúar, var haldinn 368. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.10. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Auk þeirra voru viðstödd Kjartan Ólafsson og Jóhann Torfason fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga ásamt greinargerð um lokaafgreiðslu styrkja menningarmálanefndar. Samþykkt að úthluta eftirtöldum aðilum styrkjum fyrir árið 2003:

Kr.

Arna Kristín Einarsdóttir 200.000 Átak, félag fólks með þroskahömlun 500.000 Björn Brynjúlfur Björnsson/Jón Karl Helgason 1.000.000 Blásarakvintett Reykjavíkur 500.000 Blásarasveit Reykjavíkur 200.000 Camerarctica 500.000 Contrasti 300.000 Félag ísl. tónlistarmanna 200.000 Félag norrænna forvarða - Íslandsdeild 250.000 gallerí @ hlemmur.is 400.000 Gallerí Skuggi 400.000 Hamrahlíðarkórinn 500.000 Íslensk tónverkamiðstöð 1.000.000 Karlakórinn Fóstbræður 1.000.000 Kirkjulistahátíð 2003 500.000 Kristín Mjöll Jakobsdóttir 200.000 Leikhópurinn Leikur einn - Sigurður Skúlason 500.000 Leikhópurinn Thalamus - Sólveig Guðmundsdóttir 500.000 Listasafn ASÍ 500.000 Mozart hópur 200.000 Mótettukórinn 200.000 Ólöf danskompaní 500.000 Poulenc hópurinn 200.000 Samarbejdsgruppen - Vignir Jóhannsson 750.000 Samband ísl. myndlistarmanna 800.000 Sigurður Halldórsson 200.000 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 500.000 Strengjaleikhúsið - Messíana Tómasdóttir 500.000 Stuttmyndadagar - Hjálmtýr Heiðdal 500.000 Söngsveitin Fílharmónía 300.000 Ung Nordisk Musik 300.000 Þórður Ben Sveinsson 400.000

Styrkir menningarmálanefndar árið 2003 samtals að upphæð kr. 14.500.000,- 2. Lagt fram erindi Jazzhátíðar í Reykjavík dags. 17. febrúar 2003 þar sem farið er fram á starfssamning eða styrk vegna Jazzhátíðar Reykjavíkur 2003. Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 2.000.000,- til verkefnisins.

3. Lagt fram að nýju til umsagnar erindi stjórnkerfisnefndar dags. 16. janúar sl. þar sem óskað er eftir umsögn menningarmálanefndar varðandi tillögu nefndarinnar um skiptingu Reykjavíkurborgar í þjónustusvæði, borgarhluta og starfsemi hverfaráða. Nefndin gerir ekki athugasemd við tillögurnar.

4. Lögð fram drög að samningi og kostnaðaráætlun vegna samstarfs um fyrirhugaða leikhúsmessu í sept. 2003 sem Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Leikskólar Reykjavíkur, skrifstofa menningarmála og Assitej, alþjóðleg samtök um barna- og unglingaleikhús gera með sér. Frestað.

Fundi slitið kl. 10.30

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir