Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 7. ágúst, var haldinn 356. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn að Pósthússtræti 7, 4. hæð og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Valgarður Gunnarsson fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umræður um fasta fundartíma menningarmálanefndar. Frestað. 2. Lögð fram til samþykktar tillaga að breyttum reglum um starfslaun listamanna. Samþykkt. Menningarmálastjóri lagði fram útreikninga um kostnað við hugsanlegar breytingar á starfslaunum.

3. Lögð fram til samþykktar tillaga að breyttum reglum um styrk til starfrækslu Tónlistarhóps Reykjavíkurborgar. Samþykkt.

- Kl. 09.45 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum. 4. Lagðar fram umsóknir um starfrækslu tónlistarhóps Reykjavíkur ásamt skýrslu dómnefndar með tilnefningu ársins 2002.

5. Menningarmálastjóri gerði grein fyrir störfum dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Samþykkt var að hafa úthlutun sérstakan atburð í október. - Kl. 10 vék Rúnar Freyr Gíslason af fundi.

6. Lagður fram listi yfir umsækjendur um starfslaun listamanna. Umsóknarfrestur rann út 22. júlí. Alls bárust 147 umsóknir.

7. Lagður fram listi yfir umsækjendur um starfssamninga við sviðslistahópa. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Alls bárust 20 umsóknir.

8. Lögð fram erindi frá Sambandi ísl. myndlistarmanna dags. 8. júlí sl. og frá Bandalagi ísl. listamanna dags. 22. júní sl. Bæði erindin varða setu áheyrnarfulltrúa BÍL í menningarmálanefnd. Formanni falið að vinna að lausn málsins.

9. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 2. júlí sl. með umsögn borgarlögmanns frá 18. júní sl. um mat á vaðveislugildi húsa í miðborg Reykjavíkur. Samþykkt var að fela borgarminjaverði að kynna friðunaráform viðkomandi húseigendum og að nefndin taki að því loknu erindið til nýrrar afgreiðslu.

Næsti fundur ákveðinn að viku liðinni, þriðjudaginn 13. ágúst kl. 16.

Fundi slitið kl. 11

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason
Ármann Jakobsson Hanna Birna Kristjánsdóttir